Námskeið um geðsjúkdóma

Var á Akureyri fyrir helgi með námskeið um geðsjúkdóma fyrir sjúkraliða. Það var ofsalega gefandi og skemmtileg áskorun. Fann að ég er alveg til í að endurtaka þetta og gera meira af námskeiðshaldi og fræðslu. Heldur manni sjálfum við efnið og gott að geta miðlað eitthvað af sinni reynslu og þekkingu sem aflað hefur verið undanfarin ár.  Mér finnst ekki nóg að lesa og sækja námskeið sjálf og nýta í vinnunni og einkalífinu því ég finn fyrir einhverri innri þörf til að miðla þekkingunni áfram. Ég var mjög ánægð með að hafa tekið fyrstu skrefin í þá átt og vona að það hafi skilið eitthvað eftir hjá þátttakendum og geti nýst þeim í sinni vinnu og einkalífi.

 

Átti virkilega góða helgi í bústað í Kjarnalundi með fjölskyldunni og hitti marga af mínum góðu vinum frá Akureyri.  Það er skrítin tilfinning en mér finnst ég eiga tvö heimili þ.e. í Mosó og á Akureyri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

En flott hjá thér. Ég hef einu sinni verid med í ad halda tveggja daga kúrsus fyrir studningsfulltrúa og thad var rosalega gaman, en mér fannst thad erfitt.

Ertu ekkert ad koma á facebook ??? Sakna thín thar.

Get ekki lesid hvad stendur á litlu myndinni !!!

Kær kvedja Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk fyrir hvatninguna kæra vinkona. Litla myndin er of óskýr. Gat ekki tekið hana út eins og ég ætlaði, sé ekki sjálf hvað stendur   eitthvað um bipolar?!?. Kettlingurinn er hinsvegar psycotískur!!!

Langar að fara á einhvern kúrs sem kennir kennslufræði og tækni. Þarf að bæta mig á nokkrum hlutum og öðlast meira öryggi.  Ánægð að hafa tekið þessari áskorun en viðbrögð þátttakanda voru mjög ólík. Þeir óánægðustu svöruðu ekki matinu á námskeiðinu en ég fékk það sem samantekt frá fulltrúa félagsins eftirá. Mjög hjálplegt að fá það svo maður geti bætt sig. Þetta er náttúrulega mikil þjálfun. Það voru líka margar mjög ánægðar. Erfitt að gera öllum til hæfis en alltaf hægt að gera betur.

Kærleikskveðjur til þín og þinna

Sólveig Klara Káradóttir, 26.11.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ertu ekkert ad koma á facebook ???

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég tók nú ekkert eftir kettlingnum, er hann psykótískur ????? hahahahahahaaaa hann er svooo sætur.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kemurdu ekki á facebook ?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband