Komin meiri dýpt í færslur bloggvina

20081213_0931.jpgÉg hef víst verið eitthvað löt við að skrifa og lesa blogg síðustur vikurnar. Það var eitthvað sem fékk mig til að líta á bloggvini mína í kvöld og ég get ekki annað en dáðst að öllum fallegu færslunum sem ég las. Ég hef það á tilfinningunni að öll neikvæðnin, reiðin og óttin sem hefur legið eins og mara yfir Íslendingum sé að umbreytast. Fólk er farið að átta sig á að það er ekki til neins að láta þessar tilfinningar yfirtaka sig og virðist farið að leita inná við að sinni djúpu visku, kyrrð og innri sannleika.  Sköpunarkrafturinn eykst og fólk er eins og frjálsara og laust úr einhverjum fjötrum.  Jákvæð áhrif "kreppunnar" eru endunýjun á gildismati og verðmætamati. Fólk getur ekki annað á svona tímum en endurskoðað hvað það telur mikilvægast í lífinu. Til að vera hamingjusamur og fullnægður í lífinu er mikilvægt að vera trúr því sem raunverulega skiptir hvern og einn mestu máli og hlú að því. Oft veður fólk áfram án þess að vera meðvitað um hvað því raunverulega finnst vera mikilvægast. Sumir elta skoðanir annarra eða ófullnægjandi gildi samfélagsins á hverjum tíma sem skilur ekkert eftir sig nema tómarúm. Þetta geta því verið kærkomnir tímar til að endurreisnar og endurbótar. Hugsum jákvætt og hlúum að því sem raunverulega skiptir máli. Edda Björgvinsdóttir setti niður góð atriði til að hafa í huga á aðventunni. Mæli með því að þið kíkið á það. Eins skrifaði prakkarinn einstaklega fallega færslu, Freyja talar um vonina og bjartsýnina og Steina er söm við sig og gælir blíðlega við hjartaræturnar.

20081213_0940_edited_749898.jpgÉg naut þess í dag að vera í góðum félagsskap, í fallegu vetrarveðri í okkar fallegu náttúru. Hér er tengill á myndir frá deginum þar sem ég og maðurinn minn vorum með öðrum eigendum Husky hunda hjá Úlfljótsvatni.

 http://picasaweb.google.co.uk/viktormb/LfljTsvatnNesjavellir

 20081213_0895.jpg    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband