Ört hækkandi bensínverð og enginn segir neitt!!!

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá að bensínið er ennþá að hækka og er búið að rjúka upp á fáum vikum! Líterinn er kominn í 155 kr. hjá Atlandsolíu í Mosó. Hvar eru mótmælin núna  athugasemdirnar hjá Neytendasamtökunum? Er verið að sæta lagi meðan kosningabaráttan stóð yfir og hækka verðið í þeirri von að við tækjum ekki eftir því? Vil fá svör við því hvað sé eiginlega í gangi.

Ég tók saman síðustu bensínnótur og vil endilega deila þessu með ykkur í von um að almenningur taki sig saman og mótmæli þessu.... eða allavega taki ekki svona hækkunum þegjandi og hljóðalaust.

Eftirfarandi bensínverð er eftir afslátt með dælulykil frá Atlandsolíu:

18. mars, kostaði líterinn 137.80

03. apríl, kostaði líterinn 143.80 

09. apríl, kostaði líterinn 146.60

26. apríl, kostaði líterinn 150.30

Finnst ykkur þetta hægt... og það án nokkurra skýringa (ég hef í það minnsta ekki heyrt þær)?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Afsakið þessar semikommur. Veit ekki hvernig þær komust þarna né hvernig á að losna við þær???

Sólveig Klara Káradóttir, 26.4.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu !! Ég tók einmitt bensín hjá Atlandsolíu í dag og fannst frekar hátt ltr.verðið,- þannig að ég fyllti ekki.

Mér finnst þessar semikommur bara sætar ;)  

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband