Að losna við verki á 7 mínútum!

Bókin: Seven minutes pain releaseDaniel Benor er geðlæknir ásamt ýmsum fleiri titlum. Hann var orðinn leiður á að skrifa aðallega upp á lyf fyrir sjúklinga sína sem gerðu þeim ekki svo mikið gagn. Hann fann upp nýja einfalda leið sem hjálpar fólki á árangursríkan hátt til að m.a. losna við verki.  Aðferðina kallar hann Whee.

Hann sendi tölvupóst til okkar sem hlýddu á hann á námskeiðinu healing the healers sem haldið var í október 2008. Hann bað okkur um að auglýsa bókina og biðja þá sem hafa áhuga á henni að panta hana 8. nóvember 2008. Hann er að freista þess að bókin nái að verða söluhæsta bók þennan dag en það mun hjálpa til með áframhaldandi sölu á henni. Dan er mjög elskulegur og indæll og það er virkilega fróðlegt að hlusta á hann og sérstaklega sjá hann starfa. Hann hefur aflað sér víðtækrar reynslu í gegn um árin og er því mikill viskubrunnur.

Endilega kíkið á linkinn hér fyrir neðan þar sem hann lýsir innihaldi bókarinnar pain release in 7 minutes: 

http://www.wholistichealingresearch.com/wheecampaign

Hann hefur gefið út fleiri mjög fróðlegar bækur m.a. bók sem tekur saman margar vel gerðar rannsóknir á óhefðbundnum lækningum. Þá bók er hægt að fá annarsvegar fyrir almenning þar sem aðferðirnar eru útskýrðar og hvað liggur að baki lækningaaðferðunum og hinsvegar fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk þar sem aðaláherslan er á tölfræðilega úrvinnslu, rannsóknarniðurstöður og gæði rannsóknanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Vá hefði sko viljað vera búin að lesa þessa bók núna - er jú að fara í keisara á morgun og hefði sko verið gott að kunna þessa tækni

Hafðu það gott

Dísa Dóra, 6.11.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleiksknús frá Lejre

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Bestu óskir Dísa um góðan bata.

Kærleikskveðjur til ykkar beggja Steina og Dísa

Sólveig Klara Káradóttir, 12.11.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband