Leið Mindfulness til að öðlast hugarró á aðventunni

Tók eftirfarandi upp frá bloggsíðu Mindfulness. Þið sjáið linkinn vinstra megin á síðunni.  Mæli með henni, þar eru fullt af góðum greinum og hugleiðslum til að hlaða frítt niður.

baenahundur.jpgJólin og aðventan eru tími gleði og fögnuðar hjá mörgum. Fyrir suma er þessi tími einn erfiðasti tími ársins og hvað mest streituvekjandi. Gleðin sem margir finna fyrir þegar verið er að undirbúa jólin (skreyta, skrifa jólakortin, kaupa jólagjafirnar, skipuleggja frí eða jólaboð), getur valdið kvíða, gremju og eftirsjá hjá öðrum. Þessar tilfinningar geta aukist við allt jólastússið og allt fólkið sem viðkomandi hittir eða var vanur að vera með um jólin. Þá kemur sorgin vegna minninga gamalla jóla, vegna missis nákomins og fleira.


Hátíðarblúsinn (Holiday blues) hefur áhrif á huga og líkama. Þegar við upplifum neikvæða tilfinningu fara af stað efnabreytinar í heilanum með svokölluðum taugaboðefnum (flytja boð gegn um taugakerfið). Í vanlíðan fækkar ákveðnum boðefnum í heilanum sem minnkar getu einstaklingsins til að líða vel. Hætta er á að streita og kvíði geti aukist eins og snjóbolti sem hleður utaná sig snjó og orðið að þunglyndi. 

Það er hægt að minnka áhrif kvíða, streitu og depurðar á margan hátt:

1) Samþykku að breytingar eru hluti af lífinu. Reyndu að skrifa ljóð til að dýpka og meðtaka aðstæður þínar. Robert Frost’s short poem reminds us of what we all know and forget. Our lives are to be lived fully until that moment when we die:

Everything I learned about life
I can sum up in three words:
It goes on.

2) Vertu með ástkærum vinum og fjölskyldu. Einbeittu þér að því hvað hátíðin snýst aðallega um - Farðu og verðu tíma með því fólki sem þér líður vel með og líkar vel við.

3) Leyfðu látnum ástvinum að lifa vel í þínum minningum.  Það er allt í lagi að finna til depurðar stundum, en ekki dvelja of lengi við minningarnar eða leyfa söknuðinum yfirtaka þig.

4) Æfðu fyrirgefningu. Mundu að fyrirgefningin er fyrir okkur sjálf ekki hina manneskjuna. Að halda í hatur eða reiði hefur slæm áhrif á okkur og okkar viðhorf og ofnæmiskerfi líkamans.

5) Farðu út í náttúruna. Ef þú ert fastur í minningum frá bernskunni um hvernng jólin eiga að vera eða hugsana um ástvini sem ekki eru lengur hér, þá er erfitt að njóta hátíðanna.  Reyndu að snúa huganum til baka að auknablikinu núna. Að fara út og njóta náttúrunnar og/eða ferska loftsins er hjálplegt til að auðvelda þér að koma aftur til þessa augnabliks eða í núið.

6) Gefðu sjálfum þér gjöf.  Oft er besta jólagjöfin fólgin í því að hjálpa öðrum. Það hjálpar þér að deila sönnum anda jólanna.

7) Minnkaðu kvíða, reiði og pirring með djúpri öndun. Kraftmikill og auðveld lausn á streitu hefur verið þróuð af hópi sem kallar sig HeartMath og þau kalla þetta “Attitude Breathing” eða viðhorfs öndun! Svona ferðu að:

* Veldu jákvæða tilfinningu eins og þakklæti, kærleika, ást, umhyggju eða samhyggð.  Gefðu þér nokkur andartök til byggja upp viðhorf/tilfinningu velþóknunar eða þakklætis fyrir einhvern eða eitthvað í þínu lífi. Ímyndaðu þér að þú andir þeirri tilfinningu í gegn um hjartað þinn nokkur andartök.

* Meðan þú andar skaltu spyrja sjálfan þig: "Hvaða viðhorf væri hjálplegt fyrir mig núna?" Það gæti verið: halda ró þinni; slaka á; ekki dæma; hlusta hljóðlátlega; hafa meiri samhyggð.  I

* Meðtaktu þetta nýja viðhorf og ímyndaðu þér að um leið og þú dregur djúpt að þér andann flæði það um hjartað með andardrættinum.

Þegar við erum illa stemmd og reið áttum við okkur oft ekki á því að við öndum grynnra og sjaldnar. Það er hjálplegt að nota djúpöndun sem oftast. Hún örvar kerfi í líkamanum sem róar viðbragðakerfið sem sér um spennuna eða flýja/berjast viðbragðið. Með því að hugsa jákvæða hugsun eða óska öðrum góðs samhliða djúpönduninni eykur það jákvæðu áhrifin á þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Góðir punktar - takk fyrir þetta.

Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir þetta !!!

yndisleg myndin !

Jólakram frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband