Súrt og basískt fæði

Ef fæði okkar samanstendur af fæðutegundum sem auka sýru í líkamanum er okkur hættara við allskyns sjúkdómum og ýmsum hvimleiðum kvillum.

Mig langar að koma með nokkrar færslur úr bókinni The Acid-Alkaline diet for optimum health - Restore your Health by creating balance in your diet, eftir Christopher Vasey N.D., eða eins og mér vinnst tími til á næstunni.

Ég ætla að byrja á upptalningu á fæðutegundunum og síðan einkennum of hás sýrustigs, hvað hægt er að gera til að leiðrétta ástandið og kannski einnig útskýringar á því af hverju þetta virkar svona á líkamann og hvernig hægt er að greina það.

Til að forðast misskilning þá er ekki verið að ráðleggja fólki að hætta að borða fæði sem sýrir heldur passa upp á jafnvægið og borða báða flokka en meira af basísku fæði ef það er með vandamál sem lúta að of háu sýrustigi í líkamanum.

Fæðutegundir og fæðuflokkar sem sýra líkamann:

  • Kjöt, fuglakjöt, kjötálegg, meat extracts fiskur, rækjur o.þ.h
  • Egg
  • Ostur (sterkur ostur er meira sýrugefandi en mildur ostur)
  • Dýrafita 
  • Jurtaolíur, sérstaklega jarðhnetuolía og hertar olíur eins og smjörlíki
  • Korn, hveiti, hafrar og sérstaklega "millet ?"
  • Brauð, pasta, morgunkorn og allur matur sem er að uppistöðu úr korni
  • Jarðhnetur, sojabaunir, hvítar baunir, "broad beans"
  • Hvítur sykur
  • Sætindi: síróp, nammi, súkkúlaði, brjóstsykur, hlaup, "fruit preserves"
  • Valhnetur, heslihnetur, graskersfræ
  • Gosdrykkir
  • Kaffi, te, kakó og vín
  • Majonnes, sinnep og tómatssósa


Fæðutegundir og fæðuflokkar sem eru basísk fyrir líkamann:

  • Kartöflur
  • Grænt grænmeti bæði hrátt og eldað, grænt salat, grænar baunir, kál og slíkt
  • Litríkt grænmeti: gulrætur, beets (fyrir utan tómata)
  • Mais 
  • Mjólk, stórkorna kotasæla, rjómi og smjör
  • Bananar
  • Möndlur og Brasilíuhnetu, "Chestnuts"
  • Þurrkaðir ávextir: döðlur, rúsínur (nema þær sem eru súrar á bragðið), aprikósur, epli, ananas
  • Basískt steinefnavatn eða Alkaline mineral waters
  • Möndlumjólk
  • Svartar ólífur í olíu ekki í ediki
  • Avocado
  • Kaldpressaðar olíur
  • Náttúrulegur sykur

Súrt fæði en þessi flokkur innheldur fæðutegundir sem geta haft bæði sýrandi og basaáhrif eftir efnaskiptum einstaklingsins. Þessar fæðutegundir hafa þannig ólík áhrif á mismundandi einstaklinga.

  • Whey, jógúrt, curds, kefir, smáskorin kotasæla
  • Óþroskaðir ávextir (því minna þroskaðir því hærra er sýruinnihaldið)
  • Súrir ákvextir og ber (sólber, hindber, jarðarber), sitrus ávextir, sumar eplategundir, kirsuber, plómur og aprikósur
  • Sætir ávextir (sérstaklega ef borðað er mikið magn af þeim) Melónur og vatnsmelónur
  • Súrt grænmeti: tómatar, rabarbari, sorrel, watercress
  • Súrkál
  • Hunang
  • Edik
  • Ávaxtasafar 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðar upplýsingar, ætla að reyna að nýta mér þetta :)

Kveðja Steingerður

Steingerður Örnólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Velkomið. Spurning hvenær ég kem með meira úr bókinni. Eins og þú veist er ég alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi og því alltaf eitthvað nýtt sem ég er að kynna mér.

LJós til þín kæra vinkona.

Sólveig Klara Káradóttir, 25.7.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband