Færsluflokkur: Spaugilegt
16.6.2009 | 19:13
Framsóknarleiðin
Það kom forríkur Ameríkani í þorpið og bókaði svítuna á sveitahótelinu í viku. Hann borgaði 1000 pund í fyrirframgreiðslu.
Hóteleigandinn varð mjög ánægður og borgaði húsgagnasmiðnum 1000 pund sem hann skuldaði honum.
Húsgagnasmiðurinn varð mjög ánægður og borgaði kaupmanninum 1000 pund sem hann skuldaði honum.
Kaupmaðurinn varð mjög ánægður og borgaði píparanum 1000 pund sem hann skuldaði honum.
Píparinn varð mjög feginn og borgaði þorpshórunni 1000 pund sem hann skuldaði henni (hún var búin að hóta að rukka eiginkonuna) Þorpskonan varð mjög ánægð og borgaði hóteleigandum 1000 pund sem hún skuldaði honum fyrir herbergi til að stunda sína vinnu.
Svo kom Ameríkaninn niður í lobbíið og sagðist vera hættur við að vera í þorpinu og hóteleigandinn endurgreiddi honum 1000 pund.
Allir voru nú skuldlausir og ánægðir.
Svo segja menn að framsóknarleiðin sé ekki fær!!! Þetta er eina leiðin!!!
23.3.2009 | 20:32
Einn góður sem kom í tölvupósti
Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
Heyrðu elskan fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.
Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !
Ég verð að játa að ég á skynsama konu : Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu! Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !
eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi.
Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 00:01
Ethan fær mig alltaf til að hlægja !
Okkur fullorðna fólkinu veitir ekki af því að hlægja meira. Tökum börnin okkur til fyrirmyndar!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 05:51
Reiðskjótinn stakk af!
Er þetta ekki dæmigert ! Ég var að hæla hestinum mínum honum Jónasi í gær og svo stingur hann mig af í dag!
Ég skrapp í reiðtúr með hundinn okkar Sisku í bandi en losaði hana þegar á leið og leyfði henni að hlaupa lausri með. Á leiðinni komum við inn í fallegan skóg og sáum læk meðfram reiðstígnum. Ákvað að á þar og leyfa Jónasi að gæða sér á grængresinu sem gægðist upp í gegn um sinuna. Við vorum þarna í mestu makindum, Jónas að bíta gras, Siska að eltast við rjúpu og ég lá á lækjarbakkanum í leiðslu yfir fegurðinni, kyrrðinni, gjálfrinu í læknum og naut þess í botn að vera þarna með hestinum og hundinum.
Nokkru síðar rauf hófadynur kyrrðina og fjöldi hesta í rekstri þaut hjá. Skyndilega var eins og neisti kviknaði í Jónasi og hann þaut af stað og slóst í för með rekstrinum. Þá var ekkert annað að gera en spretta á fætur og hlaupa á eftir stóðinu. Náði ég tali af hestamönnunum sem ráku lestina og gat látið þá vita um laumufarþegann! Ég þurfti að skokka nánast alla leið að hesthúsahverfinu eða að réttinni þar sem reksturinn stoppaði. Fékk Jónas aftur í hendurnar en hann var nú ekki ánægðari en svo að hann prjónaði með mig þegar ég lét það ekki eftir honum að hlaupa í annað sinn á eftir stóðinu.
Við komumst heilu og höldnu til baka og var ég eiginlega nokkuð ánægð að uppgötva að það væri nú svoldið líf í kalli.