Færsluflokkur: Íþróttir
27.7.2008 | 20:41
Gisti með heilu fótboltaliði!
Já það er reynsla út af fyrir sig að gista með 14 hraustum drengjum í skólastofu. Mig óraði ekki fyrir því þegar ég var ung (yngri ) að ég ætti eftir að sofa með heilu fótboltaliði og það 2 nætur í röð!
Tók nefnilega að mér að vera fararstjóri fyrir 4 flokk drengja í KA sem lagði land undir fót og kepptu á Reycup mótinu í Reykjavík.
Þetta hefur verið mjög skemmtilegt í alla staði og gott að kynnast strákunum á svona mótum og einnig foreldrunum.
Drengirnir stóðu sig nokkuð vel og spiluðu betur eftir því sem leið á mótið þrátt fyrir lítinn svefn. Hinsvegar sagði þreytan til sín eftir síðasta leikinn sem tapaðist 2-1 eftir að þeir höfðu haft yfirhöndina allan leikinn 1-0 þar til 3 mín. voru eftir af leiknum. Markmaður KA hann Halldór (frábær markmaður) var búin að grípa boltann og kominn með hann í fangið krúpandi á hjánum þegar boltinn skoppaði upp úr fangi hans og inn í markið
Þetta stórefldi mótherjana sem sóttu af alvöru í lok leiksins eftir skot KA rétt fram hjá markinu þeirra sem var lokatilraun til að ná aftur yfirhöndinni í leiknum við ÍA. ÍA náði boltanum og skoraði annað markið og svo var leikurinn flautaður af. KA menn brugðust harkalega við og voru mjög sárir og reiðir vegna ósanngjarns taps en svona er þetta nú stundum og tilfinningarnar verða oft hömulausari þegar menn eru þreyttir. Þeir stóðu fast á því að dæma hefði átt seinna markið ógilt vegna rangstöðu.
Því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og maður helst kýs.
Íþróttir | Breytt 28.7.2008 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)