Nýtt upphaf

Ég er alltaf að lesa sömu ráðleggingarnar þessa dagana á mismunandi stöðum. Það rann upp fyrir mér ljós nú í kvöld þegar ég fór alveg óafvitandi og í mesta sakleysi að skrá mína eigin bloggsíðu. Skil ekkert í því hvernig standi á því þar sem ég var eiginlega alveg búin að sverja þess eið að gera það aldrei!!  En þá áttaði ég mig á því að skilaboðin sem hafa borist mér frá mörgum áttum, hafa líklega haft einhver áhrif á "undirmeðvitundina" eða allavega áhrif á mig hvernig svo sem hægt er að skýra það frekar. Þessi skilaboð eru um hversu mikilvægt það er að ögra sjálfum sér, helst daglega, með því að takast á við nýja hluti ... da daa raaa og bingó !  Hér er kominn á sjónarsviðið bloggsíða sem ég taldi alveg fráleitt að yrði nokkurn tímann til og það á mínu nafni.

 Svona er lífið skemmtilegt og sífellt að koma manni á óvart.

Hinsvegar er nú önnur möguleg skýring á þessu athæfi og er hún heldur sennilegri svo ég sé nú hreinskilin.  Ég settist fyrir framan tölvuna í kvöld til að skoða námsefni dagsins í megindlegum rannsóknaraðferðum þar sem ég áttaði mig á því í dag að ég hafði steingleymt að mæta í skólann og þarf að undirbúa mig fyrir morgundaginn til að vera nú ekki eins og kjáni á morgunn í tölvutímunum! En þar sem ég er ekkert fyrir það að gera þá hluti fyrst sem maður á nú vanalega að hafa í forgang að þá varð ég að finna mér eitthvað annað til að taka athyglina frá náminu og þessi blogg síða dugði bara ágætlega til þess. Er ég nú bara nokkuð stolt af þessu og tel að sumardagurinn fyrsti sé með heppilegri dögum til að byrja á einhverju nýju í sínu lífi - þetta verður vonandi fróðlegt ferðalag


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ Solla mín, sá allt í einu ad thú værir komin med blogg. Thad er alveg frábært. Gaman ad sjá myndirnar. Ég sit einmitt og ætti ad sinna skattaframtalinu mínu sem tharf ad vera tilbúid eftir nokkra daga, og ég nenni thví engan veginn. En thad lítur sem betur fer út til ad rætast úr thví, thannig ad ég er allavega ekki eins stressud og undanfarna daga. Kær kvedja, thín Solla.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ Sólveig, ætlardu svo ekkert ad nota bloggid thitt, eda hvad?

Hafdu thad sem allra best. Kær kvedja, Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hæ Solla, thad væri gaman ad sjá thig nota bloggid thitt. Kær kvedja, Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég kasta líka kveðju ;)  og minni á að það á að setja færslur nokkuð reglulega á svona blogg ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.5.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Sorry, sorry!

Ég er nefnilega sjálfselskur, kærulaus slubert...  eða þannig!

Ég er ekki enn alveg búin að fatta þetta blogg dæmi og hefði sennilega frekar átt að útbúa mér heimasíðu ef ég kynni á það.

 Þetta er nú nokkuð skemmtilegt ef maður gefur sér tíma. Þakka ykkur fyrir að fylgjast með, ég þarf greinilega að bæta mig heilmikið á þessu sviði.

 Sumarkveðja, Sólveig Klara

Sólveig Klara Káradóttir, 12.5.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband