17.5.2008 | 23:51
Íslensku gyðjurnar úr goðafræðinni
Var að stynga upp á nafni fyrir væntanlega dóttur vinkonu minnar og fór að skoða lýsingu á gyðjunum úr goðafræðinni eins og þær koma fram í bók með íslensku rúnasteinunum sem Reynir Katrínar hannaði úr djúpalónsperlum. Langar að nota þennan útdrátt til gamans fyrir fleiri
- EIR gyðja lækninga, heilunar, hjálpar, umhyggju, velferðar, lífsorku, líkama, lífsnauðsynja, endurvakningar:
- Eir bendir þér á að anda inn lífsorkunni og fylla líkamann af krafti og taka á móti flæði lífsins, efnislega, huglega og sálarlega. Hlusta á líkamann og veita honum það sem hann þarf sem og að tala við líkamann og hlusta á það sem hann segir þér til að þú getir veitt honum það sem hann þarfnast. Gefir þú líkamanum góðan tíma mun hann gefa þér góða líðan og gott líf. Stundum er sagt að við séum það sem við borðum, en hafðu í huga að þú ert líka það sem þú hugsar, segir og einnig það sem þú skynjar. Eir bendir þér á að hafa þessa þætti í jafnvægi og virkja hvern þátt og tengja saman.
- FREYJA gyðja ástarinnar og frjósemi, ásta, yndisleika, losta, hvata, fæðingar, gersema, auðæfa og norðurljósa:
- Freyja minnir þig á yndislegustu gjöfina sem þú getur deilt með annarri manneskju: að gefa, þiggja og njóta ástar. Ástin er fögur og tignarleg. Gefðu þér tíma til að sinna þeim er þú elskar og láta sinna þér. Freyja stendur fyrir jafnræði og að við séum öll jafn mikils virði. Þó við fæðumst í þennan heim með mismunandi möguleika og mismunandi eiginleika þá höfum við samt tækifæri til þess að skapa og upplifa það sem okkur langar til og við þráum. Öll sköpun þarfnast frjósemi og því skaltu opna fyrir gyðjuna og láttu frjósemina streyma um þig allan svo að sköpunin verði eins fjölbreytt, stórfengleg og gefandi eins og fæðing lífs. Fæðingin skapar nýja stefnu og breytinga sem færir þig nær því sem þú vilt upplifa. Freyja bendir þér á að það er komið að uppskeru. Þú munt fá laun fyrir þá skapandi vinnu sem þú hefur verið að fást við.
- FRIGG verndargyðja fjölskyldunnar, móðir goðanna, gyðja kærleikans, frændsemi, hjónabandsástar, þess að elska, einkamála, samskipta, skilnings, samlyndis:
- Frigg bendir þér á að breiða út faðm þinn í kærleika til allra. Vertu hóflátur og sýndu hverjum og einum kurteisi. Hlutverk þitt er að hjálpa til við að finna lausn vandans þ.e.a.s. koma því þannig fyrir að lausnin hitti vandamál sitt. Rúnin segir þér líka að hafa afskipti af þar sem þú verður var við að fólk eigi í örðugleikum með samskipti. Oftast tengjast málin hjónabandi, fjölskyldu eða einhverjum þér skyldum. Þú ert bundin blóðböndum við forfeður þína og erfir hluti, eiginleika og annað. Fjölskyldan og ætt þín er grunnur þinn. Þú þarft að meðtaka þennan grunn, læra af honum, sætta þig við hann og viðurkenna hann fyrir sjálfum þér. Það veitir þér frelsi. Út frá því magnar þú upp eiginleikana sem þú hefur raðað saman fyrir þig. Hlutverk þitt er að hjálpa fólki eða fá það til að leita sér hjálpar. Hversu lítilvægt sem það er þá hafa allar okkar athafnir tilgang. Þú ert móðir allra, allir eru börin þín og þú ert barn allra.
- GULLVEIG gyðja seiðs og galdra, fjölkynngi, ágirndar, sundrungar, gullkrafts, endurfæðingar, heiðurs, völvanna:
- Lífið er oft eins og sjónhverfing. Flestir vita hvað þeir vilja gera í lífinu eða við sitt líf. En er það öruglega það sem þú ert að gera núna? Staldraðu við, horfðu á sjálfan þig og kannski úr dálítilli fjarlægð því fjarlægðin skapar betri yfirsýn og hlutlausari skoðun. Að vilja vera eins og einhver annar er ekki sjálfstæð hugsun eða æskileg framtíðarmynd. Það er aðeins tálsýn vegna ímyndar sem þú sérð í annarri persónu. Rúnin segir þér að vera ekki afbrýðisamur né ágirnast það sem aðrir eiga heldur frekar gleðjast með þeim. Aðeins í hjarta þínu og sál liggja óskir þínar. Gullveig segir þér líka að skoða galdrana og lesa táknin go rúnirnar. Læra að skoða það sem þér er sýnt og að æfa þig í að lesa úr og skilja þau hugform sem þú færð þér til hjálpar og leiðbeiningar. Gullveig bendir þér á að allir geta þróað með sér þá hæfileika að sjá og miðla. Einnig hjálpar hún þér við að skilja á milli þess sem er á lægri tíðni eða á hærri tíðni. Notaðu tíma þinn.
- HEL gyðja sálna og undirheima, hugarorku, ósýnileikans, örlaga, sálartenginga, sálnabrúarinnar:
- Við erum öll hér til að læra. Við erum tilfinningaverur og fáum sannarlega að upplifa það. Við erum send af stað tengd ákveðnum örlögum og hlutverkið er að leysa eða fara í gegnum þau. Það eina sem gleymdist var að láta okkur vita hver þau væru. Rúnin minnir þig á tenginguna við sálina því með henni nærðu að opna og kíkja inn í tilgang lífsins. Mundu að þú ert ljósvera í efni og að þú hefur aðgang að öllum öðrum víddum. Rúnin minnir þig á að nota þann mátt sem hugurinn býr yfir í þjónustu við allt og alla. Breytingar skapast eingöngu með breyttu hugarfari og því að þú nýtir þér þessa hæfileika.
- IÐUNN gyðja endurnýjunar, yngingar, hreinsunar, látleysis, breytinga, eftirvæntingar og barna:
- Iðunn bendir þér á að halda þér ungum. Mundu hvernig það var að vera barn, gleðina sem fólgin er í því að fá gjöf, eftirvæntingin og tilhlökkunin þegar eitthvað er framundan. Spennandi fólk sem þú hittir og allt það sem þú getur lært af öðrum og endurnýjað hugmyndir þínar. Rúnin minnir þig líka á að þú þarft reglulega að endurskoða sjálfan þig. Taka inn nýjar hugmyndir sem þú færð og losa þig við þær gömlu sem þú þarft ekki lengur á að halda. Flest erum við með ákveðnar lífsskoðanir sem við höfum haft í mörg ár og það getur verið snúið að breyta þeim eftir margra ára samvinnu. Láttu það eftir þér, því engin ein lífsskoðun er rétttari en önnur. Það er hollt að breyta þeim öðru hvoru. Gerðu nýja hluti og vertu opin. Gerðu helst eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður og helst þá hluti sem þú ert hræddur við að gera. Farmkvæmdu stóra hluti sem þig hefur lengi langað að gera, þannig endurheimtir þú þá gleði og endurnýjun sem þú þarft inn í líf þitt nú. Farðu aðrar leiðir, breyttu til í kringum þig. Farðu inn á staði sem þú hefur aldrei komið á. Vertu barnið sem er ávallt síungt og forvitið. Hver dagur er nýr. Leiktu þér - til þess er lífið.
- RÁN gyðja sjávar, undirdjúpanna, tenginga, minninga, endurskoðunar, duldra hvata:
- Rán bendir þér á tengingar sem þú hefur við fólk og þær teningar sem þú ert að skapa. Þetta kort tengist vinnu, vinum eða framkvæmdum og hjálpar þér til að sjá hverja þú þarft að hafa samband við og hvernig er best að virkja það. Það er sama hvar í heiminum það er því netið er það stórt að hægt er að hafa samband til allra staða. Rán tengir þig hafinu frá botni og alla leið upp á topp öldunnar. Hafið geymir tilfinningar þínar og upplifanir. Eins og glitrandi svif sem bylgjast rólega um hafið og geymir minningar þínar. Þessar lýsandi minningar tengir þú í innra netið þitt. Sumar eru fastar í möskva og þrengir að þeim. Til að losa um þær færir þú þær upp eftir þráðum netsins og kemur með þær upp á öldurnar. Þar skolar þú þær og athugar hvað þær segja þér. Síðan setur þú þær á kortið þitt og út frá kortinu sérðu lausnina. Hvort sem þú tengir við sjálfan þig eða aðra mannesku þarftu að fara í gegnum minninguna, upplifa hvað hún segir þér og hverning þú getur notað hana. Síðan þarftu að viðurkenna og sætta við hana, sjá tilgang hennar og notagildi. Þetta er þín minning og allar tilfinningar og minningar eru þér mikils viðri. Allar þessar tilfinningar gera þig ríkari. Skilningur, þroski og lífsorka aukast þeim mun meira sem þú sættist við haf minninga þinna.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 22.5.2008 kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Kærar thakkir fyrir hugmyndirnar, ég vissi ekki ad thau kæmu líka úr godafrædinni. 'Gaman ad pæla í thessu.
kær kvedja, Solla
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.5.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.