Cambridge

Nú erum við strákarnir mínir ásamt pabba að fara til Cambridge í fyrramálið. Við erum rosalega spennt eða allir fyrir utan Karl sem hefur lýst því yfir að hann verði ekki lengur spenntur fyrir stórum atburðum, frekar minni atburðum og gefur dæmi eins og ef það væri hamborgari í matinn. Við erum að hitta systur mína og fjölskyldu hennar en þau fluttu þangað s.l. haust og hún vinnur sem lektor í Cambrigde (hún er taugalífeðlisfræðingur). Förinni er síðan heitið í bústað á suður englandi á fimmtudaginn og komið við í skemmtigarði fyrir börnin. Á föstudaginn skoðum við Stonehenge, laugardaginn mögulega safarí dýragarð ásamt fleiru (Harry Potter kastalann) og á sunnudag keyrum við til baka og komum við í Glastonberry.

 

Stuttu eftir heimkomuna held ég aftur af stað og í þetta sinn til Köben með vinkonu minni. Frestuðum heimferð um 1 dag til að komast á tónleika með Kylie M. Tounge

 

Mikið fjör framundan. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Góða skemmtun ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.5.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góða ferð þangað og hingað.

hérna í dk er veðrið dásamlegt !!!

hafðu fallega helgi

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þakka ykkur kærlega fyrir. Ferðin var mjög fín. Ferðasagan kemur síðar þar sem ég fer að vinna í kvöld og fyrramálið og út til Köben á fimmtudagsmorguninn.

Sólveig Klara Káradóttir, 3.6.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband