Framhaldskönnun á uppáhaldsnáttúruperlum Íslands

Langaði að gera framhaldskönnun á því hvað lesendur telja vera það sem stendur upp úr í íslenskri náttúru og ferðamennsku.

Helst langar mig að fá fram þær náttúruperlur sem flokkast ekki undir þessa hefðbundnu ferðamannastaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Vestfirðir og Vatnajökull!

Kreppumaður, 27.6.2008 kl. 04:21

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Sem fjölskyldumanneskju finnst mér Ásbyrgi æði,- Snæfellsnes, Austfirðir og...og... bara allt landið.  Finna góðan stað fyrir tjaldið og ferðast út frá því.  Gönguleiðir sem henta allri fjölskyldunni þurfa að vera betur auglýstar og perlustaðir eins og StórUrð,- sem er fallegasti staður sem ég hef komið á hérlendis.  Einbúi á Stöðvarfirði er líka gríðarlega fallegt svæði og auðvelt að ganga þangað með börn.  Það þarf semsagt að gera mun meira af því í sveitarfélögum að merkja og gefa út "fjölskyldugönguleiðir", benda á tjaldstæði þar sem hægt er að eyða nokkrum dögum og nóg að skoða fyrir familíuna ( vel gert minnir mig á Snæfellsnesinu ) .

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.6.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég verð að segja skaftafellssýsla. en það sem er best við íslenska náttúru er kyrrð og að geta lagst á hækjur sér og drullið lækjarperlur !!! það er fallegt og sjaldgæft !

takk fyrir öll fínu kommentin hjá mér kæra sólveig !

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk fyrir færslurnar.

Það er margt sem ég á eftir að skoða betur á okkar heittelskuðu grund. Ég hef t.d. aldrei séð StórUrð og langar að sjá fleiri afskekkta staði sem ekki flokkast undir þessa hefðbundu ferðamannastaði.

Fannst það líka mikil upplifun að ganga í Surtshelli.

Kærleikur til ykkar allra og njótið íslenskrar náttúru út í ystu æsar

Sólveig Klara Káradóttir, 29.6.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég elska hreinlega sudurlandid, undir Eyjafjøllum og fram til JØkulárlóns. Elska litaskiftin og endalausar breytingar í náttúrunni og alla fallegu litina. Allar breytingarnar milli svarts sands, hrauns í øllum møgulegum mynstrum og svo gródursældarinnar á milli. kk. Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:41

6 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Fjaðrárgljúfur, eins og hér er sagt frá: 

http://www.drhook.blog.is/blog/drhook/entry/581328/

 kv. JÞB

(PS: Stórurð er á dagskránni í sumar, daginn fyrrir Bræðslutónleikana :) 

Jón Þór Bjarnason, 2.7.2008 kl. 12:10

7 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Það er svo margt sem ég á eftir að upplifa á Íslandi og gott að vita af svona spennandi stöðum sem bíða eftir manni. Eins gott að bíða ekki of lengi því virkjanirnar virðast eiga það til að spretta upp eins og gorkúlur!

Hef það sem markmið fyrir þetta sumar að fara í fjörður og upp í Laugarfell og í rafting þaðan og niður í eystri jökulsá. jibbí

Njótið sumarsins, lifið heil 

Sólveig Klara Káradóttir, 2.7.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband