Tangó á Kaffi Tár

Við hjónin ákváðum að láta loksins verða af því að prufa tangó. Fréttum að það væri kennsla fyrir byrjendur frá kl. 20,00 til 21,00 á Kaffi Tár á laugarveginum (móti Sólon) á miðvikudagskvöldum. Síðan er dansað frjálst frá 21 - 23.

 Tangó dans

Það var rosalega gaman að prufa þetta. Þetta er á við bestu hjónameðferð!  Mikil ögrun fyrir mig því karlmaðurinn á algjörlega að stjórna og konan þarf að einbeita sér og finna hreyfingar hans til að vita hvaða skref á að taka næst. Þetta er ekki eins og í þessum hefðbundu dönsum þar sem þú veist hvert næsta skref á að vera. Þetta er meira flæði og tilfinning. Alveg brilljant.

Ég átti erfitt með þetta fyrst en skildi þetta þegar konan átti að prufa að dansa með lokuð augu - þá kom tilfinningin!

 

Mæli hiklaust með þessu. Við ætlum allavega aftur næsta miðvikudagsköld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært fyrir ykkur. ég hef heyrt um fleiri pör sem hafa gert þetta og fundist frábært.

það er mynd af lappa mínum á síðust færslu.

Kærleikur til þín og takk fyrir kveðjur

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Kíki á myndina af Lappa.

Takk fyrir að svara fyrirspurninni.

Kær kveðja, Sólveig Klara

Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 17:37

3 identicon

kúl, ég mun kíkja í tangó bráðlega

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

vá hvad ég væri til í ad koma med. góda skemmtun. kær kvedja , Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 18:11

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þið ættuð bara að skella ykkur. Það er tekið mjög vel á móti nýliðum. Kostar bara 500 kr. fyrir manninn í kennslu í klst. Síðan er hægt að dansa eftir kennsluna og æfa sig. Þetta er virkilega gaman og mikil tilbreyting... allavega frá sjónvarpinu

Það eru heilmiklar upplýsingar á tango.is og síðan er hægt að googla milonga held ég en það er tango dansleikur sem hægt er að finna í hverri borg nánast.

Sjáumst í tango

Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 23:12

6 identicon

kúl

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband