29.9.2008 | 21:07
Tangó á Kaffi Tár
Við hjónin ákváðum að láta loksins verða af því að prufa tangó. Fréttum að það væri kennsla fyrir byrjendur frá kl. 20,00 til 21,00 á Kaffi Tár á laugarveginum (móti Sólon) á miðvikudagskvöldum. Síðan er dansað frjálst frá 21 - 23.
Það var rosalega gaman að prufa þetta. Þetta er á við bestu hjónameðferð! Mikil ögrun fyrir mig því karlmaðurinn á algjörlega að stjórna og konan þarf að einbeita sér og finna hreyfingar hans til að vita hvaða skref á að taka næst. Þetta er ekki eins og í þessum hefðbundu dönsum þar sem þú veist hvert næsta skref á að vera. Þetta er meira flæði og tilfinning. Alveg brilljant.
Ég átti erfitt með þetta fyrst en skildi þetta þegar konan átti að prufa að dansa með lokuð augu - þá kom tilfinningin!
Mæli hiklaust með þessu. Við ætlum allavega aftur næsta miðvikudagsköld.
Athugasemdir
frábært fyrir ykkur. ég hef heyrt um fleiri pör sem hafa gert þetta og fundist frábært.
það er mynd af lappa mínum á síðust færslu.
Kærleikur til þín og takk fyrir kveðjur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:50
Kíki á myndina af Lappa.
Takk fyrir að svara fyrirspurninni.
Kær kveðja, Sólveig Klara
Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 17:37
kúl, ég mun kíkja í tangó bráðlega
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:59
vá hvad ég væri til í ad koma med. góda skemmtun. kær kvedja , Solla
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 18:11
Þið ættuð bara að skella ykkur. Það er tekið mjög vel á móti nýliðum. Kostar bara 500 kr. fyrir manninn í kennslu í klst. Síðan er hægt að dansa eftir kennsluna og æfa sig. Þetta er virkilega gaman og mikil tilbreyting... allavega frá sjónvarpinu
Það eru heilmiklar upplýsingar á tango.is og síðan er hægt að googla milonga held ég en það er tango dansleikur sem hægt er að finna í hverri borg nánast.
Sjáumst í tango
Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 23:12
kúl
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.