Styrkjandi og sefandi ...

Eftirfarandi þula eða hugleiðsla hefur oft auðveldað mér að vera í miðjunni minni og í núinu. Sérstaklega þegar reynir á sjálfsstyrkinn eins og á þessum umbyltingartímum. Langar að deila henni með fleirum með von um að einhverjir finni styrk í því.

Þó að útlitið sé svart um þessar mundir hef ég bjargfasta trú á því að þessar umbreytingar eigi eftir að verða til góðs þegar til lengri tíma er litið.

Saga mannkyns og náttúrunnar sýnir að með ákveðnu millibili hafa alltaf  komið tímabil uppstokkunar og endurnýjunar. Þetta á eftir að líða hjá líka og allir verða reynslunni ríkari og vonandi skynsamari, hjálpsamari og nægjusamri.

 

 

 

Ég elska sjálfa mig

og þess vegna lifi ég algörlega fyrir líðandi stund

og nýt hvers góðs andartaks

í vissu þess að framtíð mín er björt, gleðirík og örugg.

Því að ég er barn alheimsins 

og alheimurinn ber ástríka umhyggju fyrir mér

nú og um alla framtíð.

 

Í veröld minni er allt af hinu góða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið fallegt og gott að lesa.

Kærleikskveðjur til þín kæra sólveig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 06:11

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Solla mín, bara ad allir hugsudu eins og thú, thá væri heimurinn ljúfur stadur. kær kvedja úr haustinu

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þakka fyrir vermandi kærleikskveðjur

Sólveig Klara Káradóttir, 13.10.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband