Kreppan gerð að rúsínu!

Eftir langar umræður milli mín og hjartkærrar vinkonu að norðan um kreppuna þá kom þessi rúsína í lok samtalsins:

 

"Það er nú eiginlega enginn maður með mönnum

nema að hafa upplifað kreppu allavega einu sinni á ævinni"

 

Ætli okkur sé ekki öllum hollt að læra að meðalhófið er vísasti vegurinn. Verum þakklát fyrir það sem við höfum og setjum rétta forgangsröðun á hlutina. Með því að efla samhug milli fólks, standa saman og styrkja tengslin við ástvini verður auðveldara að komast í gegn um erfiðleikana og hafa vonina að leiðarljósi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ó já !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband