Enginn er laus við erfiðleika en viðbrögð okkar eru ólík

Líf einskis manns, sama hversu mikilfenglegt og árangursríkt það kann að vera, er laust við vandamál og erfiðleika. Eina fólkið sem þarf ekki að glíma við neina erfiðleika er það sem hvílir undir grænni torfu.

Raunar er það svo, þegar allt kemur til alls, að það eru vandmálin og erfiðleikarnir sem gera okkur stærri, styrkari og vitrari. Við getum flúið þau, fyllst beiskju og kvartað yfir því að lifið sé erfitt. Eða við getum tekið þeim opnum örmum og orðið betri manneskjur fyrir vikið.

Það er yfirleitt á mestu erfiðleikatímunum sem við kynnumst því best hver við erum í raun og veru. Martin Luther King Jr. sagði einhvern tímann: "Hinn endanlegi mælikvarði á gildi einstaklingsins er ekki sá hvernig hann stendur sig þegar allt leikur í lyndi, heldur hvernig hann stendur sig í erfiðleikum og mótbyr."

Á bls. 142 úr bókinni: Uppgötvaðu köllun þína með hjálp munksins sem seldi sportbílinn sinn. Eftir Robin S. Sharma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband