Hversdagslegur, sniðugur og góður sunnudagur

Ég er bara búin að vera inni í rokinu í gömlum slitnum jogginggalla og verið að gera mig klára fyrir að byrja á hestamynd í olíu sem á að vera fermingargjöf. Helltist yfir mig löngun í súkkulaðibúðing með þeyttum rjóma (af því ég vissi af rjómafgang í skápnum sem gott væri að nýta). En þegar búðingurinn var tilbúin og komið að því að þeyta rjómann var hann orðinn pínu súr :(  Þá voru góð ráð dýr. Annaðhvort var að gleyma búðingslönguninni því hann er ekkert góður án rjóma, eða drífa sig út i búð. Eitthvað var erfitt að taka ákvörðun þar sem Viktor að fara í vinnuna á bílnum og leiðindarok úti svo það var ekki físilegt að fara gangandi. Á síðustu stundu ákvað ég að drífa mig með honum svo ég gæti stokkið út hjá búðinni og ætlaði að taka strætó til baka og vonast til þess að bílstjórinn væri til í að aka mér að Reykjalundi svo ég slyppi með styttri vegalend heim með pokana. Vildi líka sína Viktori fram á að það sé ekkert mál að kaupa inn með því að nota strætó. Ekki var mikið af fólki í Krónunni í MOSÓ en mikið var ég fegin þegar ég sá að það voru nokkrir eða nokkrar fyrir utan mig sem voru álíka afslappaðar í joggingbuxum og ómálaðar á sunnudegi.

Þó ég gefi mig út fyrir að vera kærlulaus, sjálfselskur slúbert þá er mér ekki alveg sama innst við beinið um það hvað fólk haldi nú um mig sem sér mig svona til fara og það á sunnudegi. Þannig að ég var mjög þakklát fyrir það hvað fólkið hér er lítið snobbað. Passar mér mjög vel. Leiðist alltaf að þurfa að halda upp ákv. standard. Minnist þess að þegar við árangurinn í hjúkrun vorum að útskrifast að þá vorum við minntar á (allt kvk) að nú værum við virðulegir hjúkrunarfræðingar og ættum að bera hag stéttarinnar fyrir brjósti og vera meðvitaðar um það hvernig við kæmum fyrir. Ég hef nú ekki tekið það alvarlega utan vinnu en í vinnunni fer maður í ákv. vinnusjálf sem er oft ólíkt einkasjálfinu.  Kannski ég hafi haft mestar áhyggjur af því að einhverjir sem sjá mig í vinnunni venjulega myndi vera brugðið að sjá mig eins og hálfgerðan útigang og farið að spá í það hvað sé nú eiginlega að hjá þessari!

Kannski eru þetta jákvæðu áhrif kreppunnar að fólk er orðið afslappaðra og gerir minni kröfur. Þarna er þá enn annað sem ég get verið tilverunni virkilega þakklát fyrir.  Ená leið minni að stætóskýlinu er kallað í mig og ég spurð hvort ég sé virkilega gangandi? Ég nefndi fyrirætlanir mínar um strætó og var boðið far um hæl. Gat ekki annað en þáð það. Þannig að nú get ég ekki sýnt bónda mínum fram á að það sé lítið mál að kaupa inn og ferðast með strætó.

Skrapp svo út í rokið í þokkalegan göngutúr með Sisku. Það var bara gaman og ég dáðist af því hve stutt er í að brum tránna verði að laufblöðum. Sá útsprungnar páskaliljur og fífla. Týndi nokkra í vasa. Ég var ekki fyrr kominn inn en brast á með hellirigningu. Heppin að vera búin að vera úti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg frásögn ! hafðu það gott, líka í jogginggalla

knus

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk fyrir knúsið, ;)

Sólveig Klara Káradóttir, 24.4.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband