23.5.2009 | 21:30
Gaman að sjá hvað Dalai Lama fær góðar móttökur
Frábært framtak að hafa samtrúarlega friðarstund. Gott skref í átt að aukinni virðingu og vonandi sameiningu trúarbragða einhvern daginn.
Yndislegt að verða vitni að öllum þeim jákvæðu breytingum sem eru að gerast út um allan heim. Atburðir sem fáum hefði dottið í hug fyrir einhverjum áratugum að myndu verða að veruleika svo fljótt. Hálfur blökkumaður forseti Bandaríkjana, mikil andleg vakning og fleira og fleira. Þetta eru stórkostlegir tímar í mannkynssögunniog gaman að vera þátttakandi í þeim.
Lifið heil
Dalai Lama í Hallgrímskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er guðlast samkvæmt biblíu... þetta er hræsni hjá bæði kirkju og Lama.
Það verður first gaman þegar öll trú er horfin.. þá fáum við almennileg mannréttindi og frið á jörðu
DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:58
Allir hafa rétt á sínum sjónarmiðum. Það er rétt að margt slæmt hefur verið framkvæmt í nafni trúarinnar en líka margt gott.
Fyrir mér er aukin víðsýni og heildrænni hugsun til bóta fyrir mannkynið í heild og öll lítil skref í átt að meiri virðingu og skilningi eru til bóta.
Okkur er öllum hollt að horfa meira á þá þætti sem við eigum sameiginlega með öðrum manneskjum, þjóðum, trúflokkum o.s.frv., en að einblína á þá þætti sem skilja okkur að eða eru ólíkir. Um leið og það er gert er minni dómharka og það opnast meira pláss fyrir að feta nýjar brautir óháð fortíðinni.
Sólveig Klara Káradóttir, 25.5.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.