5.6.2009 | 11:27
Vil sjá okkur ganga skrefi lengra
Kannski er ég óþolinmóð en mér hefur fundist ganga allt of hægt hjá okkur íslendingum að auka sjálfbærni í eldsneytismálum. Allt of fámennur hópur fólks sem hefur haft þá sýn að íslendingar noti almennt umhverfisvænna eldsneyti í bílaflotann s.s. vetni, rafmagn og metanol. Við erum í góðri aðstöðu til þess að mínu mati og flott fyrir Ísland að marka sér sértæka stefnu og sérstöðu í þessum málaflokki. Það er frábært að umræðan sé komin á þetta stig og menn farnir að huga að útflutningi. En hvers vegna er aðeins verið að tala um 10% metanols til íblöndunar í bensín hérlendis? Krefst aukið hlutfall metanols mikilla og kostnaðarsamra breytinga sem við ráðum ekki við - eða hvað? Eða erum við svo íhaldssöm að ekki er talið fært að ganga lengra? Gaman væri að fá svar við þessu.
Við erum allt of viljug til að flytja alla skapaða hluti inn í stað þess að efla innlenda framleiðslu. Gott dæmi sem móðir mín, sem er fyrrverandi kaupmaður, benti mér á. Hún segir það ekki þekkt t.d. í Noregi að fersk jarðarber fáist allt árið um kring eins og hér. Norðmenn séu ekki að flytja þau inn og þegnarnir laga sig að árstíðabundu mataræði. Það er okkur einnig hollt að hafa ekki alltaf þetta mikla úrval og njóta þá þeim mun betur þeirra tíma sem t.d. jarðarber eru á boðstólnum. Það hefur aldrei verið gott fyrir okkur mannskepnuna að ætlast til of mikils og ákveðin hófsemi og nægjusemi má gjarnan aukast. Hugsa að við séum flest öll sek um allt of mikið bruðl og sóun á auðæfum. Vona að hugsunarhátturinn breytist á róttækan hátt og við tileinkum okkur betri lifnaðarhætti í meiri sátt við umhverfið og þjóðhaginn.
Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
10% er örugglega mesta blöndun sem við komumst upp með án þess að þurfa að stilla vélarnar sérstaklega. Fyrir hreint metanól þarf að stilla allt upp á nýtt.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2009 kl. 12:07
Takk fyrir athugasemdina Ásgrímur. Ég vildi þá gjarnan sjá boðið upp á bíla með stilltar vélar fyrir meira metanolhlutfall og að slíkir bílar væru fluttir inn frekar en bensínbílar.
Sólveig Klara Káradóttir, 5.6.2009 kl. 14:22
oktantala í hreinu methanoli er 128 ef ég man rétt og ekki er æskilegt að oktantala í brunaeldsneiti bensínvélar sé yfir 100 oktan. Vpower er 99 oktan. því er hægt að blanda methanoli við bensín þar til þeirri oktantölu er náð. hinns vegar ætti að vera hægt að versla inn ódýrara bensín með lægri oktantölu en við kaupum inn í dag og hækka þannig blöndunarhlutfallið af methanoli. í USA selja þeir td. 85 oktan bensín á dælum.
Sigurður Ásmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 20:28
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar Sigurður. Mér finnst nú ekki spurning fyrir okkur að kaupa 85 oktana bensín fyrst það er ódýrara og umhverfisvænna að geta blandað stærra hlutfalli af metanoli samanvið.
Ætli ráðamenn viti almennt um þetta???
Sólveig Klara Káradóttir, 17.6.2009 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.