Færsluflokkur: Ferðalög

Ferðin til Cambrigde og suður Englands

Komum til Standsted 28. maí sem var afmælisdagur Ragnhildar ömmu heitinnar. Ragnhildur sótti okkur.

Massi bauð upp á rjúkandi sterkt og gott Massi i eldhusinupasta sem strákunum líkaði vel en Koggu þótti of sterkt! Pabbi kom með í ferðina og er það sjötugsafmælisgjöfin frá okkur systrunum til hans.

Þar sem við búum svo fjarri töldum við þetta kjörið tækifæri til að vera öll saman og fara í bústað og skoða undur Englands og fleira.

Fékk einnig sms frá Viktori sem tilkynndi mér að Solla vinkona var að eignast stelpu í dag! Skemmtileg tilviljun.

Dró spil úr spilastokknum fyrir ferðina, sem ég hafði pantað á Amazon og lét senda til systu!

Spilið var the Fire Faery - creative, action, optimism. Brings a magical sense of energy and illumination -> Light your path. Þetta spil passaði vel þegar horft er til baka.

 

Krakkarnir náðu strax saman og byrjuðu að leika sér í herberginu hennar Koggu. 

Uppáhaldsstaður Pabba var við dyrnar út að verönd og fá sér vindil með kaffinu!

                                       100_5614                    100_5615    100_5619 

                                                                                                                       

 

 

Fimmtudagur 29. maí:

Lögðum af stað í bústaðin á 7 manna Zafira.

Ragnhildur er bara snillingur í að rata og keyra í bresku vinstri umferðinni. Komum í Thorpe tækjagarðinn en þar var mikil mannmergð enda skólafrí í Bretlandi. Bið í tæki allt að 1 klst.

Týndum hvort öðru enda allir í einhverjum röðum. Lentum í hellirigningu og poppið og candyflosið sem afinn geymdi fyrir okkur Batabrautineyðilagðist! Fórum í skemmtilega salibunu með gúmmíbátum og að sjálfsögðu rann ég hraðast ... enda þyngst!

Við strákarnir ákváðum að fara í rosalegan rússíbana. Hjartað í mér og Kára hamaðist en Karl virtist nokkuð rólegur þegar við sátum og biðum eftir að hann færi af stað. Strákarnir sátu fyrir framan mig en rétt áður en hann lagði af stað var þeim vísað úr sætum því beltið hans Karls var ekki í lagi. W00t  Ég ætlaði líka að fara en rússíbaninn var að leggja af stað og ég

Blautir eftir batsferd

þurfti að festa beltið aftur. Ferðin var all svakaleg að mínu mati og var ég skíthrædd um að beltið gæfi sig Errm Vonaði líka heitt og innilega að strákarnir færu ekki í næstu ferð án mín en þeir voru farnir af stað þegar ég komst að leiðarenda. Var með öndina í hálsinum og vonaði að ekkert kæmi fyrir, ekki alvega að treysta þessum tækjum eftir að beltið gaf sig þarna áður. Var líka hrædd um að þetta væri of mikið af því góða fyrir strákana.

 Me� russibanann i baksyn

Var mjög létt að sjá þá koma himinlifandi og hrópandi: "again, again, again!

Fórum því næst í rússíbana sem var innanhúss í myrkri og fór afturábak.  Fundum svo Ragnhildi, Melkorku og afa á leiðinni út úr garðinum þegar hann lokaði kl. 19. Keyrðum í bústaðinn og vorum ánægð með húsið enda heilt einbýlishús út í sveit. Krakkarnir voru ekki eins ánægð með köngulærnar sem voru búnar að gera sig heimakomnar í skápum og baðherbergjum!

Föstudagur 30 maí   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband