Reiðskjótinn stakk af!

Er þetta ekki dæmigert ! Ég var að hæla hestinum mínum honum Jónasi í gær og svo stingur hann mig af í dag! Errm

Ég skrapp í reiðtúr með hundinn okkar Sisku í bandi en losaði hana þegar á leið og leyfði henni að hlaupa lausri með. Á leiðinni komum við inn í fallegan skóg og sáum læk meðfram reiðstígnum. Ákvað að á þar og leyfa Jónasi að gæða sér á grængresinu sem gægðist upp í gegn um sinuna. Við vorum þarna í mestu makindum, Jónas að bíta gras, Siska að eltast við rjúpu og ég lá á lækjarbakkanum í leiðslu yfir fegurðinni, kyrrðinni, gjálfrinu í læknum og naut þess í botn að vera þarna með hestinum og hundinum.

Nokkru síðar rauf hófadynur kyrrðina og fjöldi hesta í rekstri þaut hjá. Skyndilega var eins og neisti kviknaði í Jónasi og hann þaut af stað og slóst í för með rekstrinum.  Þá var ekkert annað að gera en spretta á fætur og hlaupa á eftir stóðinu. Náði ég tali af hestamönnunum sem ráku lestina og gat látið þá vita um laumufarþegann! Ég þurfti að skokka nánast alla leið að hesthúsahverfinu eða að réttinni þar sem reksturinn stoppaði. Fékk Jónas aftur í hendurnar en hann var nú ekki ánægðari en svo að hann prjónaði með mig þegar ég lét það ekki eftir honum að hlaupa í annað sinn á eftir stóðinu.

Við komumst heilu og höldnu til baka og var ég eiginlega nokkuð ánægð að uppgötva að það væri nú svoldið líf í kalli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Guð hvað ég hef lennt í þessu,  það borgar sig að halda í hestinn þegar maður er að leyfa þeim að bíta. Ég þurfti að elta mína alla leið uppí hesthús.

Ég sat á jörðinni og sá undir hófana á henni.

Ásta María H Jensen, 25.5.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband