Páll Óskar, ég og gamlir gemsar!

Páll Óskar er bara yndislegur og frábær skilaboð sem hann sendir okkur og komandi kynslóð. Ég get nú ekki neitað því að ég varð pínu stolt innra með mér þegar Páll Óskar var að dásama gamla gsm símann sinn. Síminn hans er 12 ára gamall og alveg eins og minn ... gamall Nokia 5031 ef ég man rétt Shocking 

Ég hef haft það sem mottó að kaupa mér aldrei nýjan gsm enda aldrei gert það.  Ég hef verið svo lánsöm að vera gefnir gamlir farsímar, sem öðrum hefur þótt tími til kominn að skipta út fyrir nýja. Þeir hafa dugað mér vel þó einn hafi endað lífdaga sína með því að drukkna í appelsínusafa (Það var Simens farsími). Motorola farsíminn (leit út eins og fjarskiptastöð miðað við farsímana í dag) var orðinn ansi lúinn og farin að bila. Nokia símann hef ég átt lengst eða í 5 ár. Hef einu sinni keypt nýja rafhlöðu í hann.

Ég hef haft svoldið gaman af því að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér þennan gamla síma. Mörgum finnst þetta vera ferlega lummó og hallærislegt. Dætur einnar vinkonu minnar höfðu á orði hvað síminn minn væri klunnalegur og gamall. Mér fannst oft að fólki þætti ég nokkuð sérlunda varðandi þetta gsm mottó mitt. En þá birtist Páll Óskar og er bara jafnsérlunda og ég.

Ætli ég þyki þá ekki nokkuð KÚL í dag?  Tounge

 

Það er víst ábyggilegt að okkur veitir ekki af að endurvekja gamlar dyggðir eins og sparnað og nýtni. Ekki er nú verra ef það kemst í tísku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

já, ef Páll Óskar er kúl, thá ert thú líka kúl !!! Annars er einmitt lærdómur thessara tíma, ad sýndarmennskan gerir fólk minna kúl. Held thad komi náttúrunni og børnunum okkar og barnabørnum vel, ef vid førum adeins ad nýta hlutina betur og passa betur upp á hlutina okkar.

Var ad skifta gamla nokia símanum mínum út, hann gat ekki meira. Sakna hans, af thví nýji síminn er bara svo not-kúl.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:14

2 identicon

Já Sólveig Klara það er gaman að þessu :) Mér finnst Palli æðislegur gæi og þú frábær!! Skondið þetta með símana, ég hef nú líka verið talin frekar gamaldags að þessu leyti þó ég sé ekki eins gallhörð og þú. Núna er ég á síma nr 2, þann fyrri keypti ég fyrir tæpum 10 árum, vandaðan og flottan síma sem var nýtískulegur á þeim tíma, Nokia 6110 minnir mig að hann heiti, kostaði formúu en var hverrar krónu virði m.v. endingu annarra á sínum símum:) Rafhlaðan í honum var farin að slappast en síminn sjálfur í góðu lagi þegar sonur minn splæsti á mig nýjum síma í jólagjöf f. 2 árum. Honum fannst mútta vera orðin frekar hallærisleg með þessa ævagömlu talstöð;) Þá hætti ég að nota þann gamla en sá að sumu leyti eftir honum.

 bestu kveðjur til þín og til hamingju með nýja heimilið og vinnuna, Sigrún Rósa

Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Sé það að þið bindist farsímunum tilfinningatengslum eins og fleiri

Það er líka notalegt að þykja svoldið vænt um hlutina sína og vera laus við þessa þörf að vera sífellt að endurnýja hlutina.

Sólveig Klara Káradóttir, 14.10.2008 kl. 23:22

4 identicon

Gemsar og gamalær og golsótti sauðarpeyjinn.
Mér finnst að þeir sem eru stoltir af fornum farsímum eigi að kalla þá farsíma.
Bestu kveðjur, Guðríður Anonymous

Guðríður (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Ætli ég sé ekki bara sammála því Guðríður. Hafði ekki spáð í það ... eða velt því fyrir mér fyrr

Kær kveðja, Sólveig K

Sólveig Klara Káradóttir, 19.10.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband