Færsluflokkur: Menning og listir

Merkilegt fyrirbæri

Evrovision er merkilegt fyrirbæri. Það er alveg ótrúlega leiðigjarnt að upplifa hvað stigagjöfin er oft á tíðum fyrirsjáanleg. Annars var keppnin mjög jöfn núna og mér fannst mörg góð lög. Varð reyndar fyrir vonbrigðum með franska lagið þar sem flutningurinn var ekki að skila sér á stóra sviðinu þó að atriðið væri flott. 

 

Enn mikið rosalega stóðu þau Regína Ósk og Friðrik Ómar sig vel, þau geisluðu jafnvel enn meira nú en í undanúrslitunum. Það er ekki hægt að finna neitt að frammistöðunni, mikið kunnáttu fólk og ná að njóta sín í tætlur og áhorfendur hrífast með ( allavega þeir íslensku og dönsku! )  Grin

Fáklæddur keppandi í sveiflu.

 

Setti með mynd af Úkranísku söngkonunni, svona fyrir eiginmannin en hann kaus lagið hennar. Ég kaus aftur á móti Tyrki en Dani í undanúrslitunum. Langaði líka að kjósa Finnana. Fannst Sænska lagið ekkert spes fyrst en sættist við það í aðalkeppninni, líklega eru það fordómar gagnvart söngkonunni sem áttu hlut að máli. Fannst það ansi gott hjá eiginmanninum að líkja henni við geimveru þar sem hún virtist svo strekkt í framan, sérstaklega kring um augum og upp á ennið! Þá er sú Úkraníska mikið flottari og er ég alveg sátt við mat eiginmannsins þar. FootinMouth


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband