Færsluflokkur: Lífstíll

Nokkrar laugar hér sem ég vissi ekki um

Ætla að hafa það verkefni næsta sumars að þræða heitar náttúrulaugar á Íslandi!

 


mbl.is Fjallamennskan er fíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrt og basískt fæði

Ef fæði okkar samanstendur af fæðutegundum sem auka sýru í líkamanum er okkur hættara við allskyns sjúkdómum og ýmsum hvimleiðum kvillum.

Mig langar að koma með nokkrar færslur úr bókinni The Acid-Alkaline diet for optimum health - Restore your Health by creating balance in your diet, eftir Christopher Vasey N.D., eða eins og mér vinnst tími til á næstunni.

Ég ætla að byrja á upptalningu á fæðutegundunum og síðan einkennum of hás sýrustigs, hvað hægt er að gera til að leiðrétta ástandið og kannski einnig útskýringar á því af hverju þetta virkar svona á líkamann og hvernig hægt er að greina það.

Til að forðast misskilning þá er ekki verið að ráðleggja fólki að hætta að borða fæði sem sýrir heldur passa upp á jafnvægið og borða báða flokka en meira af basísku fæði ef það er með vandamál sem lúta að of háu sýrustigi í líkamanum.

Fæðutegundir og fæðuflokkar sem sýra líkamann:

  • Kjöt, fuglakjöt, kjötálegg, meat extracts fiskur, rækjur o.þ.h
  • Egg
  • Ostur (sterkur ostur er meira sýrugefandi en mildur ostur)
  • Dýrafita 
  • Jurtaolíur, sérstaklega jarðhnetuolía og hertar olíur eins og smjörlíki
  • Korn, hveiti, hafrar og sérstaklega "millet ?"
  • Brauð, pasta, morgunkorn og allur matur sem er að uppistöðu úr korni
  • Jarðhnetur, sojabaunir, hvítar baunir, "broad beans"
  • Hvítur sykur
  • Sætindi: síróp, nammi, súkkúlaði, brjóstsykur, hlaup, "fruit preserves"
  • Valhnetur, heslihnetur, graskersfræ
  • Gosdrykkir
  • Kaffi, te, kakó og vín
  • Majonnes, sinnep og tómatssósa


Fæðutegundir og fæðuflokkar sem eru basísk fyrir líkamann:

  • Kartöflur
  • Grænt grænmeti bæði hrátt og eldað, grænt salat, grænar baunir, kál og slíkt
  • Litríkt grænmeti: gulrætur, beets (fyrir utan tómata)
  • Mais 
  • Mjólk, stórkorna kotasæla, rjómi og smjör
  • Bananar
  • Möndlur og Brasilíuhnetu, "Chestnuts"
  • Þurrkaðir ávextir: döðlur, rúsínur (nema þær sem eru súrar á bragðið), aprikósur, epli, ananas
  • Basískt steinefnavatn eða Alkaline mineral waters
  • Möndlumjólk
  • Svartar ólífur í olíu ekki í ediki
  • Avocado
  • Kaldpressaðar olíur
  • Náttúrulegur sykur

Súrt fæði en þessi flokkur innheldur fæðutegundir sem geta haft bæði sýrandi og basaáhrif eftir efnaskiptum einstaklingsins. Þessar fæðutegundir hafa þannig ólík áhrif á mismundandi einstaklinga.

  • Whey, jógúrt, curds, kefir, smáskorin kotasæla
  • Óþroskaðir ávextir (því minna þroskaðir því hærra er sýruinnihaldið)
  • Súrir ákvextir og ber (sólber, hindber, jarðarber), sitrus ávextir, sumar eplategundir, kirsuber, plómur og aprikósur
  • Sætir ávextir (sérstaklega ef borðað er mikið magn af þeim) Melónur og vatnsmelónur
  • Súrt grænmeti: tómatar, rabarbari, sorrel, watercress
  • Súrkál
  • Hunang
  • Edik
  • Ávaxtasafar 

Vil sjá okkur ganga skrefi lengra

Kannski er ég óþolinmóð en mér hefur fundist ganga allt of hægt hjá okkur íslendingum að auka sjálfbærni í eldsneytismálum. Allt of fámennur hópur fólks sem hefur haft þá sýn að íslendingar noti almennt umhverfisvænna eldsneyti í bílaflotann s.s. vetni, rafmagn og metanol. Við erum í góðri aðstöðu til þess að mínu mati og flott fyrir Ísland að marka sér sértæka stefnu og sérstöðu í þessum málaflokki.  Það er frábært að umræðan sé komin á þetta stig og menn farnir að huga að útflutningi. En hvers vegna er aðeins verið að tala um 10% metanols til íblöndunar í bensín hérlendis? Krefst aukið hlutfall metanols mikilla og kostnaðarsamra breytinga sem við ráðum ekki við - eða hvað? Eða erum við svo íhaldssöm að ekki er talið fært að ganga lengra? Gaman væri að fá svar við þessu.

Við erum allt of viljug til að flytja alla skapaða hluti inn í stað þess að efla innlenda framleiðslu. Gott dæmi sem móðir mín, sem er fyrrverandi kaupmaður, benti mér á. Hún segir það ekki þekkt t.d. í Noregi að fersk jarðarber fáist allt árið um kring eins og hér. Norðmenn séu ekki að flytja þau inn og þegnarnir laga sig að árstíðabundu mataræði. Það er okkur einnig hollt að hafa ekki alltaf þetta mikla úrval og njóta þá þeim mun betur þeirra tíma sem t.d. jarðarber eru á boðstólnum. Það hefur aldrei verið gott fyrir okkur mannskepnuna að ætlast til of mikils og ákveðin hófsemi og nægjusemi má gjarnan aukast. Hugsa að við séum flest öll sek um allt of mikið bruðl og sóun á auðæfum. Vona að hugsunarhátturinn breytist á róttækan hátt og við tileinkum okkur betri lifnaðarhætti í meiri sátt við umhverfið og þjóðhaginn.


mbl.is Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að sjá hvað Dalai Lama fær góðar móttökur

Frábært framtak að hafa samtrúarlega friðarstund. Gott skref í átt að aukinni virðingu og vonandi sameiningu trúarbragða einhvern daginn.

Yndislegt að verða vitni að öllum þeim jákvæðu breytingum sem eru að gerast út um allan heim. Atburðir sem fáum hefði dottið í hug fyrir einhverjum áratugum að myndu verða að veruleika svo fljótt. Hálfur blökkumaður forseti Bandaríkjana, mikil andleg vakning og fleira og fleira. Þetta eru stórkostlegir tímar í mannkynssögunniog gaman að vera þátttakandi í þeim.

Lifið heil


mbl.is Dalai Lama í Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar hugmyndir að nýtingu orkuauðlinda

Ég vildi bara vekja athygli á bloggi Prakkarans um möguleika á nýtinu orkuauðlinda hérlendis. Frábært framtak og skilmerkilega sett upp. Þetta er það góða við krepputíma að fólk fer að hugsa meira um hvernig það fer með auðlindir og nýta þær betur og auka sjálfbærni.

Hér er linkurinn á bloggið: http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/852624/ Hvet alla til að lesa þetta.

Ég er á þeirri skoðun að annað slagið þurfi alltaf að koma til samdráttartímar til að mannfólkið endurskoði aðstæður sínar og tilveru og hagræði og endurnýti í stað þess að henda og sóa orku og peningum. Heilbrigðiskerfið hefur t.d. gott af því að hagræða og skoða hvernig hægt sé að skipuleggja þjónustuna betur og nyta meðferðarúrræði sem sýnt hefur verið fram á að gagnast mest (helst líka til langs tíma). Það gerist auðvitað ekki ef utanaðkomandi aðilar eru með flatan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Heldur þarf að skapa ákveðið svigrúm fyrir stjórnendur og fagfólk til að taka sem mestan þátt sjálft í hagræðingunni og það fái eitthvert tóm til að vinna þá vinnu ef vel á að vera. 

Fyrir kosningarnar ræddi ég við einn frambjóðanda sem þekkir vel til Álframleiðslu á heimsvísu. Það fór hrollur um mig þegar hann lýsti fyrir mér hvernig Álver vera úrelt og daga uppi. Álframleiðendur kappkosta að finna staði eins og Ísland sem selja orkuna ódýrt og eru þurfandi. Þar er plantað niður álverum sem endast ekki nema í 40 ár. Það er talað um að þetta sé eins og ormur sem liðast um heiminn og skilur eftir sig rústir gamalla álvera. Þær byggðir sem þau voru í enda í miklum vandamálum þegar álverin úreldast og ekkert kemur í staðin. Það svarar víst ekki kostnaði að reisa ný á sama stað. 

Maður spyr sig hvernig þetta endi hérlendis? Væntanlega ekki gott mál að flest okkar álver rísi á svipuðum tíma og deyji drottni sínum samtímis.  Betra að það líði 10 ár á milli þess sem nýtt álver rís til að dreyfa fallinu og geta komið með ný áfram til að halda þessu gangandi. Þó ég vilji helst ekki sjá nein álver hérlendis ;-)

 Vona innilega að aukin umræða um þessi mál verði til þess að almenningur vakni meira til vitundar um umhverfisvernd og minna bruðl og aukna nægjusemi. Ennfremur vona ég að stjórnvöld leggi sig fram um að skoða þessi mál á heildstæðan hátt. Engar öfgar eru til góðs í þessu, heldur þarf að ígrunda möguleikana vel og setja svo á fót það sem talið er vænlegast og virkja fólkið í landinu til samvinnu sem hefur ástríðu tengt þessum málum.


Ört hækkandi bensínverð og enginn segir neitt!!!

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá að bensínið er ennþá að hækka og er búið að rjúka upp á fáum vikum! Líterinn er kominn í 155 kr. hjá Atlandsolíu í Mosó. Hvar eru mótmælin núna  athugasemdirnar hjá Neytendasamtökunum? Er verið að sæta lagi meðan kosningabaráttan stóð yfir og hækka verðið í þeirri von að við tækjum ekki eftir því? Vil fá svör við því hvað sé eiginlega í gangi.

Ég tók saman síðustu bensínnótur og vil endilega deila þessu með ykkur í von um að almenningur taki sig saman og mótmæli þessu.... eða allavega taki ekki svona hækkunum þegjandi og hljóðalaust.

Eftirfarandi bensínverð er eftir afslátt með dælulykil frá Atlandsolíu:

18. mars, kostaði líterinn 137.80

03. apríl, kostaði líterinn 143.80 

09. apríl, kostaði líterinn 146.60

26. apríl, kostaði líterinn 150.30

Finnst ykkur þetta hægt... og það án nokkurra skýringa (ég hef í það minnsta ekki heyrt þær)?

 

 


Hversdagslegur, sniðugur og góður sunnudagur

Ég er bara búin að vera inni í rokinu í gömlum slitnum jogginggalla og verið að gera mig klára fyrir að byrja á hestamynd í olíu sem á að vera fermingargjöf. Helltist yfir mig löngun í súkkulaðibúðing með þeyttum rjóma (af því ég vissi af rjómafgang í skápnum sem gott væri að nýta). En þegar búðingurinn var tilbúin og komið að því að þeyta rjómann var hann orðinn pínu súr :(  Þá voru góð ráð dýr. Annaðhvort var að gleyma búðingslönguninni því hann er ekkert góður án rjóma, eða drífa sig út i búð. Eitthvað var erfitt að taka ákvörðun þar sem Viktor að fara í vinnuna á bílnum og leiðindarok úti svo það var ekki físilegt að fara gangandi. Á síðustu stundu ákvað ég að drífa mig með honum svo ég gæti stokkið út hjá búðinni og ætlaði að taka strætó til baka og vonast til þess að bílstjórinn væri til í að aka mér að Reykjalundi svo ég slyppi með styttri vegalend heim með pokana. Vildi líka sína Viktori fram á að það sé ekkert mál að kaupa inn með því að nota strætó. Ekki var mikið af fólki í Krónunni í MOSÓ en mikið var ég fegin þegar ég sá að það voru nokkrir eða nokkrar fyrir utan mig sem voru álíka afslappaðar í joggingbuxum og ómálaðar á sunnudegi.

Þó ég gefi mig út fyrir að vera kærlulaus, sjálfselskur slúbert þá er mér ekki alveg sama innst við beinið um það hvað fólk haldi nú um mig sem sér mig svona til fara og það á sunnudegi. Þannig að ég var mjög þakklát fyrir það hvað fólkið hér er lítið snobbað. Passar mér mjög vel. Leiðist alltaf að þurfa að halda upp ákv. standard. Minnist þess að þegar við árangurinn í hjúkrun vorum að útskrifast að þá vorum við minntar á (allt kvk) að nú værum við virðulegir hjúkrunarfræðingar og ættum að bera hag stéttarinnar fyrir brjósti og vera meðvitaðar um það hvernig við kæmum fyrir. Ég hef nú ekki tekið það alvarlega utan vinnu en í vinnunni fer maður í ákv. vinnusjálf sem er oft ólíkt einkasjálfinu.  Kannski ég hafi haft mestar áhyggjur af því að einhverjir sem sjá mig í vinnunni venjulega myndi vera brugðið að sjá mig eins og hálfgerðan útigang og farið að spá í það hvað sé nú eiginlega að hjá þessari!

Kannski eru þetta jákvæðu áhrif kreppunnar að fólk er orðið afslappaðra og gerir minni kröfur. Þarna er þá enn annað sem ég get verið tilverunni virkilega þakklát fyrir.  Ená leið minni að stætóskýlinu er kallað í mig og ég spurð hvort ég sé virkilega gangandi? Ég nefndi fyrirætlanir mínar um strætó og var boðið far um hæl. Gat ekki annað en þáð það. Þannig að nú get ég ekki sýnt bónda mínum fram á að það sé lítið mál að kaupa inn og ferðast með strætó.

Skrapp svo út í rokið í þokkalegan göngutúr með Sisku. Það var bara gaman og ég dáðist af því hve stutt er í að brum tránna verði að laufblöðum. Sá útsprungnar páskaliljur og fífla. Týndi nokkra í vasa. Ég var ekki fyrr kominn inn en brast á með hellirigningu. Heppin að vera búin að vera úti!


Veröldin kemur sífellt á óvart... hjartnæm frásögn

Fann þessa frásögn þegar ég skoðaði link frá Daniel Benor í fréttabréfi hans. Þetta er linkurinn: http://benorwholisticblog.com/2009/03/27/with-the-example-of--jasmine-there-is-hope-for-our-planet.aspx

Sagan er á ensku en myndirnar segja meira en mörg orð. Hún er af hundinum Jasmine sem fundin var lokuð inni og vannærð. Hún var flutt á griðarstað fyrir særð dýr. Þegar hún var búin að ná sér, fór hún að sýna ótrúlegan kærleika og hugulsemi gagnvart öðrum dýrum og meira að segja sótti hún særð dýr og kom með þau á griðarstaðinn. Því miður gat ég ekki afritað myndirnar en þær er hægt að sjá á linknum hér að ofan.

With the example of Jasmine there is hope for our planet -- benorwholisticblog.com --

In 2003, police in Warwickshire, England, opened a garden shed and found a whimpering, cowering dog.. It had been locked in the shed and abandoned. It was dirty and malnourished, and had clearly been abused.

In an act of kindness, the police took the dog, which was a Greyhound female, to the nearby Nuneaton Warwickshire Wildlife Sanctuary, run by a man named Geoff Grewcock and known as a willing haven for Animals abandoned, orphaned or otherwise in need.  

Geoff and the other sanctuary staff went to work with two aims to restore the dog to full health, and to win her trust. It took several weeks, but eventually both goals were achieved.

They named her Jasmine, and they started to think about finding her an adoptive home.


But Jasmine had other ideas. No-one remembers now how it began, but she started welcoming all Animal arrivals at the sanctuary. It wouldn't matter if it was a puppy, a fox cub, a rabbit or, any other lost or hurting Animal, Jasmine would peer into the box or cage and, where possible, deliver a welcoming lick.


Geoff relates one of the early incidents. "We had two puppies that had been abandoned by a nearby railway line. One was a Lakeland Terrier cross and another was a Jack Russell Doberman cross. They were tiny when they arrived at the centre and Jasmine approached them and grabbed one by the scruff of the neck in her mouth and put him on the settee. Then she fetched the other one and sat down with them, cuddling them."

"But she is like that with all of our animals, even the rabbits. She takes all the stress out of them and it helps them to not only feel close to her but to settle into their new surroundings.



"She has done the same with the fox and badger cubs, she licks the rabbits and guinea pigs and even lets the birds perch on the bridge of her nose."

Jasmine, the timid, abused, deserted waif, became the animal sanctuary's resident surrogate mother, a role for which she might have been born. The list of orphaned and abandoned youngsters she has cared for comprises five fox cubs, four badger cubs, 15 chicks, eight guinea pigs, two stray puppies and 15 rabbits.

And one roe deer fawn. Tiny Bramble, 11 weeks old, was found semi-conscious in a field. Upon arrival at the sanctuary, Jasmine cuddled up to her to keep her warm, and then went into the full foster mum role. Jasmine the greyhound showers Bramble the Roe deer with affection and makes sure nothing is matted.



"They are inseparable," says Geoff "Bramble walks between her legs and they keep kissing each other. They walk together round the sanctuary.

It's a real treat to see them."



Jasmine will continue to care for Bramble until she is old enough to be returned to woodland life. When that happens, Jasmine will not be lonely. She will be too busy showering love and affection on the next Orphan or victim of abuse.


From left, Toby, a stray Lakeland dog; Bramble, orphaned Roe deer; Buster, a stray Jack Russell; a dumped rabbit; Sky, an injured barn owl; and Jasmine with a Mothers heart doing best what a caring Mother would do... Such is the order of God's Creation.

Forwarded by Nan Goldstein

Blessings

Dan Benor, MD
DB@WholisticHealingResearch.com

Posted by Dr. Daniel J. Benor at 3/27/2009 9:12 AM http://benorwholisticblog.com/ThemeFiles/2%5C8%5C9%5C0%5C6%5C171281-160982%5C/images/printicon.gif
Categories:
Collective Consciousness,Spiritual Awarenss/ Healing,Awesome Wholistic Healing


 


Fésbókin er tímaþjófur

Vildi bara láta vita að ég er á lífi en hef verið of upptekin af því að kynnast fésbókinni og möguleikum þar. Hélt að ég væri allt of gamaldags fyrir svona dót en þetta er nú bara nokkuð skemmtilegt... alla vega svona í byrjun. Er að melta allar þessar nýjungar og blogga lítið á meðan. Lifið heil.

Enginn er laus við erfiðleika en viðbrögð okkar eru ólík

Líf einskis manns, sama hversu mikilfenglegt og árangursríkt það kann að vera, er laust við vandamál og erfiðleika. Eina fólkið sem þarf ekki að glíma við neina erfiðleika er það sem hvílir undir grænni torfu.

Raunar er það svo, þegar allt kemur til alls, að það eru vandmálin og erfiðleikarnir sem gera okkur stærri, styrkari og vitrari. Við getum flúið þau, fyllst beiskju og kvartað yfir því að lifið sé erfitt. Eða við getum tekið þeim opnum örmum og orðið betri manneskjur fyrir vikið.

Það er yfirleitt á mestu erfiðleikatímunum sem við kynnumst því best hver við erum í raun og veru. Martin Luther King Jr. sagði einhvern tímann: "Hinn endanlegi mælikvarði á gildi einstaklingsins er ekki sá hvernig hann stendur sig þegar allt leikur í lyndi, heldur hvernig hann stendur sig í erfiðleikum og mótbyr."

Á bls. 142 úr bókinni: Uppgötvaðu köllun þína með hjálp munksins sem seldi sportbílinn sinn. Eftir Robin S. Sharma.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband