Færsluflokkur: Lífstíll
1.2.2009 | 20:37
Frábært myndband - mæli með því!
Mér persónulega finnst ekkert findnara en þegar lítil börn eiga í hlut. Þau eru svo hrein og bein.
Gefið ykkur smá tíma í dag til að létta skapið og njóta þess að hlægja svolítið eða mikið, bara eins og hver er í skapi til
Evil eye þýðir illt auga:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 13:30
30 daga matarkúr með hráfæði losar fólk með sykursýki við insulín!
Góð vinkona mín Guðný Halla á Búlandi Austur Landeyjum sendi mér tölvupóst með neðangreindri slóð á vefsíðu þar sem fólk fær mikla bót á sykursýki sinni með bættara mataræði. Fannst þetta áhugavert og vildi deila því með ykkur.
The movement to reverse Diabetes naturally:
Heimasíða Guðnýjar og fjölskyldu:
http://sites.google.com/site/bulandhestar/
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 22:28
Tíðindadagur!
Það eru blendnar tilfinningar sem fara um mig á þessum stóra degi. Hjartað fullt af von og þakklæti yfir nýkjörnum forseta Barak Obama. Mér vöknaði um augum við að hlýða á stórkostlega ræðu hans og framkomu. Gat ekki annað en upplifað hana eins og hann hafi talað frá hjartanu og af einlægni. Ég vona að minnsta kosti að hann hafi meint allavega helminginn af því sem hann sagði og hans orð eiga flest mjög vel við um okkar land og okkar stjórnsýslu.
Það sem mér finnst sárast í dag við öll mótmælin og reiðina (sem ég tel réttmæta vel að merkja!) er að ég óttast að þau geti að vissu leiti tafið fyrir jákvæðum breytingum.
Mig langar að kynnast skoðunum bloggheims á kosingum eða því að sett verði á Landsstjórn.
Ég hef ekki mikið fylgst með pólitík í geng um tíðina, svona miðað við þá pólitískustu en ég set spurningamerki við kosningar af nokkrum ástæðum.
- Er ekki slæmt fyrir Íslensku þjóðina á þessum víðsjárverðu tímum að eyða dýrmætum tíma og fyrirhöfn í kosningar?
- Eru hinir flokkarnir endilega betri fulltrúar fyrir það gríðarlega verk sem við stöndum frammi fyrir?
- Gefur heiftin og glundroðinn sem virtist ríkja á Alþingi í dag góð fyrirheit um farsælt framhald?
- Hafa alþingismenn okkar almennt næga reynslu og þekkingu til að stýra okkur út úr þessum ógöngum?
Eins og sést á ofangreindu er ég full efasemda og hef orðið lítið trúnaðartraust til allra þeirra sem starfa á alþingi. Mér finnast hróp, puttabendingar, frammíköll og blótsyrði ekki sérlega traustvekjandi. Ef þeir sem gagnrýna núverandi ríkistjórn telja sig hæfari til starfans ættu þeir hinir sömu að sýna góða framkomu, kurteisi, viksu, rökfestu, yfirvegun og háttvísi sem er miklu áhrifameiri að mínu mati. Ég hef aldrei verið fylgjandi núverandi ríkisstjórn en samt dáðist ég að yfirvegun Geirs H. í þingsalnum í dag sem og á öðrum opinberum vettvangi. Mér fannst hann sýna mikinn sjálfsstyrk og manndóm, þó mér þyki að sama skapi miður að ekki sé hægt að hæla honum fyrir þær dyggðir þegar kemur að aðgerðum og markvissum áætlunum ríkisstjórnarinnar fyrir Íslensku þjóðina.
Talað hefur verið um Landsstjórn... ég þekki ekki nægilega til í þeim efnum en velti fyrir mér af hverju mótmælendur krefjast ekki landstjórnar! Væntanlega þarf kosningar til þess líka en ef ég skil rétt eru þá ekki kjörnir þeir einstaklingar sem hæfastir eru til starfans og þurfa ekki endilega að vera flokksbundnir? Það hlýtur því að vera af meiru að moða af hæfileikaríku og óeigingjörnu fólki sem í samvinnu við þá sem hafa reynslu af alþingingisstörfum gætu leitt okkur farsællar úr þessari kreppu eða allvega minnkað skaðann sem mest. Ég tel mikilvægt að allir sem einn taki höndum saman eins og Barak Obama fjallaði um í setningarræðu sinni. Sameinuð stöndum við betur að vígi. Stóra spurninginn er hinsvegar sú: Hvernig er besta og fjótlegasta leiðin að því? Svari þeir sem vita!!!
Varandi mótmælin í dag þá vil ég hrósa Íslenskum mótmælendum fyrir kappsemi og að gefast ekki upp. Loksins á nýju ári og nýafstöðnu ári hafa Íslendingar sýnt kjark og dug til að mótmæla almennilega og kröftuglega. Við höfum allt of oft mjálmað einhver mótmæli sem fljótt voru gleymd og grafin.
Þó vil ég nefna að mér finnst of hart vegið að lögreglunni. Mótmælin eiga ekki að snúast gegn henni sem hefur það vandasama hlutverk að verja lög og reglu. Mótmælin voru ekki áhrifameiri við það að komast upp að húsvegg alþingis og berja utan á glugga þess eða kasta grjóti eða öðru slíku í átt til lögreglumanna eða kasta í þá fjúkyrðum. Hver vildi vera í þeirra fótsporum???
Til að taka af allan vafa er ég ekki að réttlæta barsmíðar lögreglunnar eða úðun piðarúða beint í andlit fólks, ef rétt er með mál farið af hálfu mótmælenda. Mótmælendur bera líka ábyrgð á því að vera ekki með ónauðsynlegar niðurlægingar eða stympingar gagnvart lögreglunni. Það vantar mikið upp á það hérlendis að lögreglunni sé sýnd réttmæt virðing. Pössum okkur, því þeir sem mótmælendur eru að gagnrýna eru sekir fyrir virðingarleysi gagnvart þjóðinni og miður góða framkomu! Sýnum meiri manndóm og meiri visku en þeir og þá fyrst er hlustað af alvöru.
Sýnum að við séum vönd að virðingu okkar, séum samstíga og á sama tíma staðföst og gefumst ekki upp fyrr en "réttlæti" er náð, ekki "yfirlæti" með reiði og hroka í fararbroddi!
Mannfjöldi á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2009 | 21:03
Stolt systir
Vildi vekja athygli ykkar á stórvirki systur minnar hennar Ragnhildar. Hef lengi dáðst að einurð og kappsemi hennar og metnaði. Slíkur árangur næst ekki nema með blóði, svita og tárum. Hún hefur helgað líf sitt vísindunum, á lágum launum og þurft að fórna miklum tíma frá manni sínum og dóttur. Hún á miklar þakkir skyldar fyrir framlag sitt til heilbrigðismála sem ég er viss um að á eftir að taka stórt stökk framávið með uppgötvunum hennar og kollega hennar sem vinna með þær.
Óska henni þess að hún beri gæfu til að fylgja þeim eftir og öllum hinum hugmyndunum sem hún hefur en bíða betri tíma.
Valin uppgötvun ársins í tímaritinu Nature | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2008 | 20:49
Leið Mindfulness til að öðlast hugarró á aðventunni
Tók eftirfarandi upp frá bloggsíðu Mindfulness. Þið sjáið linkinn vinstra megin á síðunni. Mæli með henni, þar eru fullt af góðum greinum og hugleiðslum til að hlaða frítt niður.
Jólin og aðventan eru tími gleði og fögnuðar hjá mörgum. Fyrir suma er þessi tími einn erfiðasti tími ársins og hvað mest streituvekjandi. Gleðin sem margir finna fyrir þegar verið er að undirbúa jólin (skreyta, skrifa jólakortin, kaupa jólagjafirnar, skipuleggja frí eða jólaboð), getur valdið kvíða, gremju og eftirsjá hjá öðrum. Þessar tilfinningar geta aukist við allt jólastússið og allt fólkið sem viðkomandi hittir eða var vanur að vera með um jólin. Þá kemur sorgin vegna minninga gamalla jóla, vegna missis nákomins og fleira.
Hátíðarblúsinn (Holiday blues) hefur áhrif á huga og líkama. Þegar við upplifum neikvæða tilfinningu fara af stað efnabreytinar í heilanum með svokölluðum taugaboðefnum (flytja boð gegn um taugakerfið). Í vanlíðan fækkar ákveðnum boðefnum í heilanum sem minnkar getu einstaklingsins til að líða vel. Hætta er á að streita og kvíði geti aukist eins og snjóbolti sem hleður utaná sig snjó og orðið að þunglyndi.
Það er hægt að minnka áhrif kvíða, streitu og depurðar á margan hátt:
1) Samþykku að breytingar eru hluti af lífinu. Reyndu að skrifa ljóð til að dýpka og meðtaka aðstæður þínar. Robert Frosts short poem reminds us of what we all know and forget. Our lives are to be lived fully until that moment when we die:
Everything I learned about life
I can sum up in three words:
It goes on.
2) Vertu með ástkærum vinum og fjölskyldu. Einbeittu þér að því hvað hátíðin snýst aðallega um - Farðu og verðu tíma með því fólki sem þér líður vel með og líkar vel við.
3) Leyfðu látnum ástvinum að lifa vel í þínum minningum. Það er allt í lagi að finna til depurðar stundum, en ekki dvelja of lengi við minningarnar eða leyfa söknuðinum yfirtaka þig.
4) Æfðu fyrirgefningu. Mundu að fyrirgefningin er fyrir okkur sjálf ekki hina manneskjuna. Að halda í hatur eða reiði hefur slæm áhrif á okkur og okkar viðhorf og ofnæmiskerfi líkamans.
5) Farðu út í náttúruna. Ef þú ert fastur í minningum frá bernskunni um hvernng jólin eiga að vera eða hugsana um ástvini sem ekki eru lengur hér, þá er erfitt að njóta hátíðanna. Reyndu að snúa huganum til baka að auknablikinu núna. Að fara út og njóta náttúrunnar og/eða ferska loftsins er hjálplegt til að auðvelda þér að koma aftur til þessa augnabliks eða í núið.
6) Gefðu sjálfum þér gjöf. Oft er besta jólagjöfin fólgin í því að hjálpa öðrum. Það hjálpar þér að deila sönnum anda jólanna.
7) Minnkaðu kvíða, reiði og pirring með djúpri öndun. Kraftmikill og auðveld lausn á streitu hefur verið þróuð af hópi sem kallar sig HeartMath og þau kalla þetta Attitude Breathing eða viðhorfs öndun! Svona ferðu að:
* Veldu jákvæða tilfinningu eins og þakklæti, kærleika, ást, umhyggju eða samhyggð. Gefðu þér nokkur andartök til byggja upp viðhorf/tilfinningu velþóknunar eða þakklætis fyrir einhvern eða eitthvað í þínu lífi. Ímyndaðu þér að þú andir þeirri tilfinningu í gegn um hjartað þinn nokkur andartök.
* Meðan þú andar skaltu spyrja sjálfan þig: "Hvaða viðhorf væri hjálplegt fyrir mig núna?" Það gæti verið: halda ró þinni; slaka á; ekki dæma; hlusta hljóðlátlega; hafa meiri samhyggð. I
* Meðtaktu þetta nýja viðhorf og ímyndaðu þér að um leið og þú dregur djúpt að þér andann flæði það um hjartað með andardrættinum.
Þegar við erum illa stemmd og reið áttum við okkur oft ekki á því að við öndum grynnra og sjaldnar. Það er hjálplegt að nota djúpöndun sem oftast. Hún örvar kerfi í líkamanum sem róar viðbragðakerfið sem sér um spennuna eða flýja/berjast viðbragðið. Með því að hugsa jákvæða hugsun eða óska öðrum góðs samhliða djúpönduninni eykur það jákvæðu áhrifin á þig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2008 | 23:44
Komin meiri dýpt í færslur bloggvina
Ég hef víst verið eitthvað löt við að skrifa og lesa blogg síðustur vikurnar. Það var eitthvað sem fékk mig til að líta á bloggvini mína í kvöld og ég get ekki annað en dáðst að öllum fallegu færslunum sem ég las. Ég hef það á tilfinningunni að öll neikvæðnin, reiðin og óttin sem hefur legið eins og mara yfir Íslendingum sé að umbreytast. Fólk er farið að átta sig á að það er ekki til neins að láta þessar tilfinningar yfirtaka sig og virðist farið að leita inná við að sinni djúpu visku, kyrrð og innri sannleika. Sköpunarkrafturinn eykst og fólk er eins og frjálsara og laust úr einhverjum fjötrum. Jákvæð áhrif "kreppunnar" eru endunýjun á gildismati og verðmætamati. Fólk getur ekki annað á svona tímum en endurskoðað hvað það telur mikilvægast í lífinu. Til að vera hamingjusamur og fullnægður í lífinu er mikilvægt að vera trúr því sem raunverulega skiptir hvern og einn mestu máli og hlú að því. Oft veður fólk áfram án þess að vera meðvitað um hvað því raunverulega finnst vera mikilvægast. Sumir elta skoðanir annarra eða ófullnægjandi gildi samfélagsins á hverjum tíma sem skilur ekkert eftir sig nema tómarúm. Þetta geta því verið kærkomnir tímar til að endurreisnar og endurbótar. Hugsum jákvætt og hlúum að því sem raunverulega skiptir máli. Edda Björgvinsdóttir setti niður góð atriði til að hafa í huga á aðventunni. Mæli með því að þið kíkið á það. Eins skrifaði prakkarinn einstaklega fallega færslu, Freyja talar um vonina og bjartsýnina og Steina er söm við sig og gælir blíðlega við hjartaræturnar.
Ég naut þess í dag að vera í góðum félagsskap, í fallegu vetrarveðri í okkar fallegu náttúru. Hér er tengill á myndir frá deginum þar sem ég og maðurinn minn vorum með öðrum eigendum Husky hunda hjá Úlfljótsvatni.
http://picasaweb.google.co.uk/viktormb/LfljTsvatnNesjavellir
Lífstíll | Breytt 14.12.2008 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 21:47
Námskeið um geðsjúkdóma
Var á Akureyri fyrir helgi með námskeið um geðsjúkdóma fyrir sjúkraliða. Það var ofsalega gefandi og skemmtileg áskorun. Fann að ég er alveg til í að endurtaka þetta og gera meira af námskeiðshaldi og fræðslu. Heldur manni sjálfum við efnið og gott að geta miðlað eitthvað af sinni reynslu og þekkingu sem aflað hefur verið undanfarin ár. Mér finnst ekki nóg að lesa og sækja námskeið sjálf og nýta í vinnunni og einkalífinu því ég finn fyrir einhverri innri þörf til að miðla þekkingunni áfram. Ég var mjög ánægð með að hafa tekið fyrstu skrefin í þá átt og vona að það hafi skilið eitthvað eftir hjá þátttakendum og geti nýst þeim í sinni vinnu og einkalífi.
Átti virkilega góða helgi í bústað í Kjarnalundi með fjölskyldunni og hitti marga af mínum góðu vinum frá Akureyri. Það er skrítin tilfinning en mér finnst ég eiga tvö heimili þ.e. í Mosó og á Akureyri.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2008 | 12:58
Að losna við verki á 7 mínútum!
Daniel Benor er geðlæknir ásamt ýmsum fleiri titlum. Hann var orðinn leiður á að skrifa aðallega upp á lyf fyrir sjúklinga sína sem gerðu þeim ekki svo mikið gagn. Hann fann upp nýja einfalda leið sem hjálpar fólki á árangursríkan hátt til að m.a. losna við verki. Aðferðina kallar hann Whee.
Hann sendi tölvupóst til okkar sem hlýddu á hann á námskeiðinu healing the healers sem haldið var í október 2008. Hann bað okkur um að auglýsa bókina og biðja þá sem hafa áhuga á henni að panta hana 8. nóvember 2008. Hann er að freista þess að bókin nái að verða söluhæsta bók þennan dag en það mun hjálpa til með áframhaldandi sölu á henni. Dan er mjög elskulegur og indæll og það er virkilega fróðlegt að hlusta á hann og sérstaklega sjá hann starfa. Hann hefur aflað sér víðtækrar reynslu í gegn um árin og er því mikill viskubrunnur.
Endilega kíkið á linkinn hér fyrir neðan þar sem hann lýsir innihaldi bókarinnar pain release in 7 minutes:
http://www.wholistichealingresearch.com/wheecampaign
Hann hefur gefið út fleiri mjög fróðlegar bækur m.a. bók sem tekur saman margar vel gerðar rannsóknir á óhefðbundnum lækningum. Þá bók er hægt að fá annarsvegar fyrir almenning þar sem aðferðirnar eru útskýrðar og hvað liggur að baki lækningaaðferðunum og hinsvegar fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk þar sem aðaláherslan er á tölfræðilega úrvinnslu, rannsóknarniðurstöður og gæði rannsóknanna.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2008 | 15:51
ÞAKKLÆTI
Að vera sannarlega þakklátur er góð leið til að líða vel og skapa sér betri tilveru. Þegar manneskja er sannarlega þakklát er ekkert rúm fyrir neikvæðar tilfinningar. Þakklæti er yndisleg tilfinning og hollt hverri manneskju að iðka það og gera að daglegri iðju í sínu lífi. Þegar við einblínum á allt það sem við erum þakklát fyrir erum við að horfa á allar þær allsnæktir sem í kringum okkur eru. En þegar við hugsum um allt sem okkur langar í eða vantar erum við að upplifa tilfinningu skorts.
Það segir einhversstaðar að allt sem við setjum athygli okkar á vaxi. Eins er það með þakklætið að þegar við þökkum fyrir eitthvað þá vex það. Allavega eykst sú tilfinning að við höfum nóg og það sé séð fyrir því að svo haldi áfram. => meiri vellíðan og öryggiskennd og gleði.
Mér fannst það virkilega góð ummæli hjá Páli Óskari á föstudagskvöldið þar sem hann deildi því með okkur hinum að hann notar þakklætið daglega. Hann byrjar á því á morgnanna þegar hann vaknar að hugsa um allt það sem hann er þakklátur fyrir. Á kvöldin þakkar hann fyrir það sem hefur orðið á vegi hans þann daginn. Hann sagði að það væri líka mikilvægt að þakka fyrir erfiðleikana því við þurfum þá til að vaxa og öðlast dýpri reynslu.
Það er óteljandi margt sem hægt er að vera þakklátur fyrir. Hugsa að það sé auðveldara að sjá það núna þegar Ísland er nánast komið á hvolf og margt sem við töldum öruggt er það ekki lengur. Þá verða sjálfsögðu hlutirnir ekki eins sjálfsagðir lengur. Það er ekki endilega slæmt því það kennir okkur meira um þakklætið. Vera þakklát fyrir að hafa hvort annað, bændurna á Íslandi, hafa húsaskjól, alla þessa þjónustu til að auðvelda okkur lífið o.s.frv. Það er hægt að halda endalaust áfram. Best er einmitt að halda áfram að telja upp allt sem þú ert þakklátur fyrir þangað til þú finnur þessa yndislegu tilfinningu þakklætis gegntaka þig og fylla þig af friði, hamingju og sátt.
Mæli með þessu og ætla að taka Pál Óskar mér til fyrirmyndar
og muna eftir þakklætinu kvölds og morgna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2008 | 23:10
Kreppan gerð að rúsínu!
Eftir langar umræður milli mín og hjartkærrar vinkonu að norðan um kreppuna þá kom þessi rúsína í lok samtalsins:
"Það er nú eiginlega enginn maður með mönnum
nema að hafa upplifað kreppu allavega einu sinni á ævinni"
Ætli okkur sé ekki öllum hollt að læra að meðalhófið er vísasti vegurinn. Verum þakklát fyrir það sem við höfum og setjum rétta forgangsröðun á hlutina. Með því að efla samhug milli fólks, standa saman og styrkja tengslin við ástvini verður auðveldara að komast í gegn um erfiðleikana og hafa vonina að leiðarljósi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)