Færsluflokkur: Lífstíll

Best geymdu leyndarmál í íslenskri náttúru og ferðamennsku

Ísland hefur upp á svo margt að bjóða sem stendur örðu svo miklu framar. Þarf oft ekki að sækja langt yfir skammt til að njóta fjölbreyttrar ferðamennsku. Langar að nefna þrennt sem mér finnst standa uppúr:

  • Var að koma úr rafting með Ævintýraferðum (sjá  www.rafting.is ) í Varmahlíð nú um helgina. Fórum 6 saman vinnufélagarnir og nutum þess í botn að fara um flúðirnar og einnig að njóta stórbrotinnar fegurðarinnar sem er í gili vestari jökulsárinnar. Þetta var mikil upplifun og ég skora á alla sem hafa líkamlega heilsu að láta þetta ekki framhjá sér fara. Færð mikið fyrir peninginn og hægt er að velja misstraumþungar ár. Get ekki beðið eftir að fara í þriggja daga ferð frá Laugafelli og enda í austari ánni síðasta daginn * Shocking

 

  • Hjóla yfir Lágheiði að Ólafsfirði. Fór með sonum mínum tveim, vinkonu og dóttur hennar í fyrrasumar í hjólaferð. Toppurinn á ferðinni var þegar við runnum niður eftir Lágheiðinni langa langa leið á fullri ferð. Fengum heilmikið adrenalín um kroppinn og frelsistilfinningu Tounge Frábært að dvelja í sumarbústað á Ólafsfirði og láta líða úr þreyttum vöðvum í heita pottinum í náttúrufegurðinni þar, eftir slíka ferð.

 

  • Tjalda í Leyningshólum Eyjafjarðarsveit. Þar er mikill og fjölbreyttur gróður og sérstakt landslag. Tjaldstæðið liggur ofan í "gjá" og allt skógi vaxið. Þar er ekki rennandi vatn né salerni fyrir utan einn gamlan kamar, þannig að þar er sko alvöru útilega án allra nútíma þæginda.  Ekkert yndislegra en að hita marsmallows við varðeld á sumarkvöldum á svo yndislegum stað. Það líður ekki það sumar að við förum ekki með krakkana í a.m.k. eina tjaldútilegu þar.

* Verð að geta þess að leiðsögumaðurinn hjá Ævintýraferðum tók mig upp og benti hinum á að ég væri: "the best dressed lady" og átti við heppileg ullarnærföt sem voru líka í stíl við rúllukragabolinn!! Ekki á hverjum degi sem maður fær svona titil. Það var vinnufélögunum til ómældrar skemmtunar þegar ég var aftur tekin fyrir í björgunarsýnikennslu í öllum blautgallanum og með hjálminn og skipað niður á hnén! Leiðsögumaðurinn sagði að ef einhver dytti útbyrðis ætti að ná honum upp í bátinn með því að setja 2 fingur í sitthvort gatið á hjálminum og 2 fingur hinnar handar upp í nasir viðkomandi Undecided  ... Síðan leiðrétti hann þetta og sýndi alvöru björgun og þeytti mér eins og tuskudúkku upp í gúmmíbátinn Shocking

Ég er sem betur fer ekki viðkvæm og hef mögulega svoldið gaman af athyglinni og alltaf til í glens Joyful


Tímaleysi og aftur tímaleysi

Hef ekki gefið mér tíma til að skrifa meira um utanlandsferðir mínar né setja inn myndir frá þeim. Reyndar reyndi ég áðan en þá virkaði ekki tæknin svo ég gafst upp eða öllu heldur betri helmingurinn sem skilur ekkert í því hvað mitt svæði í tölvunni fer alltaf í einhverja steik!

Hinsvegar hef ég haft í nógu að snúast og það verið skemmtilega upptekin. Farið á hestbak og reyndar datt af baki Blush, skammast mín frekar mikið þar sem hesturinn hoppaði eitthvað aðeins til þegar hundurinn þaut út úr grasinu. Félagar mínir voru á undan mér og héldu að ég væri nú loksins búin að gefa í þegar þau heyrðu Jónas minn koma á brokki og fóru sjálf hraðar yfir.  Sáu svo síðar þegar þau ætluðu að ná sambandi við knapann að hann hafði verið skilinn eftir!!! og það ekki í fyrsta skipti Devil samanber fyrri bloggfærslu.

Ég keypti mér nýjan hnakk í dag þar sem það er vita ómögulegt að eiga hnakk sem maður steypist úr svona fyrirvaralaust!

Búin að planta sumarblómunum. Unnið alla daga fyrir utan helgina eftir heimkomuna og á milli ferða. (Kláraði ekki að taka upp úr töskunum fyrr en á 5 degi).

Vorum með 5 ungmenni í gistingu yfir bíladagana (Hljómar eitthvað svo mikið en í raun vissum við ekki af þeim) Tounge

Síðan er ég mjög stolt af mér (þarf að vera stolt af einhverju, sérstaklega þegar mann verkjar í afturendann og með sært stolt) þar sem mér tókst loksins að taka ákvörðun í máli sem ég hef lengi verið að bræða með mér. Þvílíkur léttir, ég ætlaði ekki að trúa því hvað lífið varð bjartara eftir að ákvörðunin var tekin.  Það er greinilega mikill orkuþjófur að veltast fram og til baka með ákvarðanatökur.

Það sem réði úrslitum var mín innri tilfinning sem kviknaði þegar ég velti fyrir mér valmöguleikunum sem reyndar voru báðir mjög góðir en verulega ólíkir og með ólíkar raskanir á fjölskylduhögunum. Þær eru alltaf erfiðar þessar ákvarðanir sem snerta fleiri en mann sjálfan, en þá finnst mér best að treysta á tilfinningarnar því rökhugsunin platar stundum en er góð með.

Halelúja

Bíð eftir að komast í almennilegt sumarfrí, þá fyrst hef ég í nógu að snúast Gasp


Sorgin

Skrif Steinu bloggvinkonu um sorgina fékk mig til að hugsa aðeins dýpra um stund. Okkur er öllum hollt að endurskoða verðmætamat okkar öðru hvoru og hugleiða um það sem er okkur dýrmætast í lífinu. Ég er einmitt svo þakklát fyrir að hafa átt yndislegar stundir út í Cambridge með systur minni, systurdóttur, pabba og sonun mínum. Það eru einmitt tímarnir sem við tengjumst fólkinu okkar dýpri böndum og njótum saman sem skipta svo miklu máli. Skítt með ferðakostnaðinn og frestun á endurnýjun á eldhúsinu! Var einnig í Köben með kærri vinkonu og það var frábært hvað við skemmtum okkur og hlógum að öllu og engu og gátum líka notið djúpra samræðna og tengsla. 

Held mikið uppá tilvitnun í Helen Keller um sorgina tekna úr bókinni Spirituality, suffering and illness eftir Lorraine M. Wright Doctor í fjölskylduhjúkrun:

"Only through experience of trial and suffering can the soul be strenghened, vision cleared, ambition inspired, and success achieved. The world is full of suffering, it is also full of overcoming it".

Dr. Wright segir svo frá sjálf í bókinni (mér finns orð hennar mjög hjálpleg og sönn):

"Suffering is significant to life. In my opinion, the law of the struggle is part of the master plan, part of the "set up". I´ll never quite understand why, but we learn so much about ourselves through our trials. I also know trials can make us into better people." ... "I belive that suffering not only allows us to grow, but draws us powerfully to our spiritual self. I have come to understand that, although suffering continues, peace can simultaneously be experienced as we explore and travel a spiritual journey to recovery."

Mér finnst það mikilvægt að meðtaka það að meðfram sorginni sé hægt að efla innri frið. Stuðningur ættingja og vina er ómetanlega hjálplegt í öllu sorgarferli. 


I Køben

Kaupmannahöfn tók vel á móti okkur með 26 gráðu hita og glampandi sól.  Einnig máttu danirnir ekki sjá okkur draga upp kort án þess að bjóða okkur aðstoð og segja okkur til vegar. Kannski litum við út fyrir að vera alveg LOST!

Vid erum búnar ad lenda í ýmsu skemmtilegu eins og okkar er von og vísa. Villast smavegis hér og þar og vorum eins og bjálfar þegar vid röltum med ferðatöskurnar frá Hovedbanegard ad hótelinu og gengum eftir aðalverslunargotunni Vesterbrogade!! Komust svo ad tví ad hótelið okkar er á horni Helgolandsgade og Istegade!!! Ekki fallegasta útsýnið út úr hótelglugganum á mellurnar á horninu en hótelið er allt í lagi og góð þjónusta og alltaf öryggisverdir á nóttunni.

Meira kemur síðar eins og frasar sem hafa dottid upp úr okkur eda þeim sem vid hittum. Eins og í gærkvöldi sagdi Steingerdur vid mig: "Sérdu færeysku ullarpeysuna, þær eru svo mikið í tísku núna" Ég: "Ha þægilegu skautapeysuna"  Tounge


Cambridge

Nú erum við strákarnir mínir ásamt pabba að fara til Cambridge í fyrramálið. Við erum rosalega spennt eða allir fyrir utan Karl sem hefur lýst því yfir að hann verði ekki lengur spenntur fyrir stórum atburðum, frekar minni atburðum og gefur dæmi eins og ef það væri hamborgari í matinn. Við erum að hitta systur mína og fjölskyldu hennar en þau fluttu þangað s.l. haust og hún vinnur sem lektor í Cambrigde (hún er taugalífeðlisfræðingur). Förinni er síðan heitið í bústað á suður englandi á fimmtudaginn og komið við í skemmtigarði fyrir börnin. Á föstudaginn skoðum við Stonehenge, laugardaginn mögulega safarí dýragarð ásamt fleiru (Harry Potter kastalann) og á sunnudag keyrum við til baka og komum við í Glastonberry.

 

Stuttu eftir heimkomuna held ég aftur af stað og í þetta sinn til Köben með vinkonu minni. Frestuðum heimferð um 1 dag til að komast á tónleika með Kylie M. Tounge

 

Mikið fjör framundan. Wink


Bókin sem mig langar að þýða yfir á íslensku

 A child´s palette

Bókin a child´s palette er alveg yndisleg bók. Falleg og hjálpar lesandanum að skilja sjálfan sig betur. Gefnar eru aðgengilegar leiðir til að hjálpa börnunum okkar að meta verðleika sína og sérkenni. Við erum hvert og eitt eins og stjarna á himinum, engin eins en allar eru þær skínandi og fallegar.

 

Fyrir áhugasama bendi ég á síðu Ricie Hilder í tenglalistanum og um bókina í lista yfir hugur, líkami og sál   Kissing


Mörg járn í eldinum

Nú er átakinu hjólað í vinnuna lokið…  og ég sem var rétt að komast í form!

  • Afrekaði að fara alla leið í Kritstnes og upp brekkuna í morgunn, í fyrsta sinn!  Skjólstæðingar í verkjahópnum gerðu grín að mér í fyrradag fyrir að hafa skilið hjólið eftir neðst í brekkunni og húkkað far með starfsmannarútunni restina. Ég lít nú svo á að það sé góð viðleitni hjá mér að hjóla að minnsta kosti eitthvað daglega. Ég fer að lágmarki 6 km fram og til baka og nýti mér starfsmannarútuna óspart. Í dag hjólaði ég hinsvegar alla 13 km í vinnuna og til baka aftur. Um kvöldið hjólaði ég að Skautahöllinni á Akureyri og festi hjólið þar við staur og rútan náði í mig þangað og keyrði mig á næturvaktina. Snilld! … ekki satt   Grin   

  • Fyrir utan að stunda hjólreiðar, stunda ég líka útreiðar af kappi á honum Jónasi mínum! Reyni að fara á hestbak að minnsta kosti annan hvern dag og helst oftar. Hann Jónas er búin að vera alveg yndislegur og duglegur að tileinka sér það sem ég er  að reyna að kenna honum.  Hann hefur ekkert á móti því að Siska hlaupi með í taumi við hlið hans. Okkur er óspart hrósað af öðrum hestamönnum fyrir uppátækið því lausaganga hunda er bönnuð á hestasvæðinu en fáir virðast hirða um það.   

  • Nafn hestsins veldur þó stundum misskilningi og sérstaklega þar sem margir Jónasar virðast vera í hestabransanum á Akureyri. Það er einn með mér í hesthúsinu þ.e. fyrir utan hestinn minn. Síðan eru tveir járningarmenn með sama nafni og annar járnaði fyrir mig.  Einnig hafa fleiri Jónasar komið við í hesthúsinu.  Fyrir ári síðan þekkti ég engann hestamann með þessu nafni en eftir að ég keypti hestinn síðastliðið vor er eins og þeir spretti upp eins og gorkúlur! 

  • Mestalla næturvaktina er ég búin að vafra um netið og skoða forvitnilega staði til að kíkja á í væntanlegum utanlandsferðum.  Eftir helgi fer ég með sonum mínum Kára og Karli til Cambridge í Englandi að hitta systur mína sem er prófessor þar í taugalífeðlisfræði. Við ætlum að keyra um og skoða m.a. Stonehedge, fara í tækjagarð, líta á Harrý Potter kastalann og kannski fara til Glastonburry og margt fleira. Fáum okkur bústað og verðum þar með börnin og bjóðum pabba/afa að koma með sem hluta af 70 ára afmælisgjöf.  Síðan er ég að fara til Kaupmannahafnar með vinkonu minni 3 dögum eftir heimkomuna frá Englandi. Verst að við rétt missum af tónleikum með Kylie M. 

  • Er það ekki dæmigert að láta allan þennan undirbúning og ókláraðar skyldur / verkefni stressa sig upp.  Sé fram á að koma ekki gulrótarfræunum niður eða vera búin að huga almennilega að garðinum áður en ég fer.  Síðan situr tiltektin á heimilinu nánast alltaf á hakanum.   Þá er mál til komið að ég tileinki mér eigin ráð og forgangsraði og geri einfaldlega mitt besta og hafi gaman af því sem ég tek mér fyrir hendur og sé svona hæfilega kærulaus slúbert!   Wink

                       Live, laugh and love 

 


Yfirbót

Það má sjá það á síðustu skilaboðum að ég hef ekki verið að standa mig í stykkinu í bogginu og valdið bloggvinum mínum vonbrigðum. Ég er nú einu sinni þannig gerð að ég þarf mikið frelsi sem birtist í því að ég læt gsm símann ekki stjórna mér ásamt fleiru. Þá á ég við að ég sé stundum ekki sms skilaboð fyrr en eftir 1-2 daga og hvernig á ég þá að geta verið bloggari með einhverri festu?


Þessa dagana sting ég öll vandamál af með því að skreppa á hestbak á hann Jónas minn! Þá hef ég góða afsökun fyrir því að taka ekki eftir því að íbúðin þarfnast þrifnaðar og tiltektar!!!

Hestamennska er eitthvað það besta geðlyf sem til er. Ég allavega stend mig að því að vera algjörlega í núinu meðan ég brasa í hestunum og gleymi mér alveg og kem svo heim eins og nýsleginn túskildingur. Virkilega góð slökun og endurhleðsla á batteríin.

 
 


Nýtt upphaf

Ég er alltaf að lesa sömu ráðleggingarnar þessa dagana á mismunandi stöðum. Það rann upp fyrir mér ljós nú í kvöld þegar ég fór alveg óafvitandi og í mesta sakleysi að skrá mína eigin bloggsíðu. Skil ekkert í því hvernig standi á því þar sem ég var eiginlega alveg búin að sverja þess eið að gera það aldrei!!  En þá áttaði ég mig á því að skilaboðin sem hafa borist mér frá mörgum áttum, hafa líklega haft einhver áhrif á "undirmeðvitundina" eða allavega áhrif á mig hvernig svo sem hægt er að skýra það frekar. Þessi skilaboð eru um hversu mikilvægt það er að ögra sjálfum sér, helst daglega, með því að takast á við nýja hluti ... da daa raaa og bingó !  Hér er kominn á sjónarsviðið bloggsíða sem ég taldi alveg fráleitt að yrði nokkurn tímann til og það á mínu nafni.

 Svona er lífið skemmtilegt og sífellt að koma manni á óvart.

Hinsvegar er nú önnur möguleg skýring á þessu athæfi og er hún heldur sennilegri svo ég sé nú hreinskilin.  Ég settist fyrir framan tölvuna í kvöld til að skoða námsefni dagsins í megindlegum rannsóknaraðferðum þar sem ég áttaði mig á því í dag að ég hafði steingleymt að mæta í skólann og þarf að undirbúa mig fyrir morgundaginn til að vera nú ekki eins og kjáni á morgunn í tölvutímunum! En þar sem ég er ekkert fyrir það að gera þá hluti fyrst sem maður á nú vanalega að hafa í forgang að þá varð ég að finna mér eitthvað annað til að taka athyglina frá náminu og þessi blogg síða dugði bara ágætlega til þess. Er ég nú bara nokkuð stolt af þessu og tel að sumardagurinn fyrsti sé með heppilegri dögum til að byrja á einhverju nýju í sínu lífi - þetta verður vonandi fróðlegt ferðalag


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband