Mörg járn í eldinum

Nú er átakinu hjólað í vinnuna lokið…  og ég sem var rétt að komast í form!

  • Afrekaði að fara alla leið í Kritstnes og upp brekkuna í morgunn, í fyrsta sinn!  Skjólstæðingar í verkjahópnum gerðu grín að mér í fyrradag fyrir að hafa skilið hjólið eftir neðst í brekkunni og húkkað far með starfsmannarútunni restina. Ég lít nú svo á að það sé góð viðleitni hjá mér að hjóla að minnsta kosti eitthvað daglega. Ég fer að lágmarki 6 km fram og til baka og nýti mér starfsmannarútuna óspart. Í dag hjólaði ég hinsvegar alla 13 km í vinnuna og til baka aftur. Um kvöldið hjólaði ég að Skautahöllinni á Akureyri og festi hjólið þar við staur og rútan náði í mig þangað og keyrði mig á næturvaktina. Snilld! … ekki satt   Grin   

  • Fyrir utan að stunda hjólreiðar, stunda ég líka útreiðar af kappi á honum Jónasi mínum! Reyni að fara á hestbak að minnsta kosti annan hvern dag og helst oftar. Hann Jónas er búin að vera alveg yndislegur og duglegur að tileinka sér það sem ég er  að reyna að kenna honum.  Hann hefur ekkert á móti því að Siska hlaupi með í taumi við hlið hans. Okkur er óspart hrósað af öðrum hestamönnum fyrir uppátækið því lausaganga hunda er bönnuð á hestasvæðinu en fáir virðast hirða um það.   

  • Nafn hestsins veldur þó stundum misskilningi og sérstaklega þar sem margir Jónasar virðast vera í hestabransanum á Akureyri. Það er einn með mér í hesthúsinu þ.e. fyrir utan hestinn minn. Síðan eru tveir járningarmenn með sama nafni og annar járnaði fyrir mig.  Einnig hafa fleiri Jónasar komið við í hesthúsinu.  Fyrir ári síðan þekkti ég engann hestamann með þessu nafni en eftir að ég keypti hestinn síðastliðið vor er eins og þeir spretti upp eins og gorkúlur! 

  • Mestalla næturvaktina er ég búin að vafra um netið og skoða forvitnilega staði til að kíkja á í væntanlegum utanlandsferðum.  Eftir helgi fer ég með sonum mínum Kára og Karli til Cambridge í Englandi að hitta systur mína sem er prófessor þar í taugalífeðlisfræði. Við ætlum að keyra um og skoða m.a. Stonehedge, fara í tækjagarð, líta á Harrý Potter kastalann og kannski fara til Glastonburry og margt fleira. Fáum okkur bústað og verðum þar með börnin og bjóðum pabba/afa að koma með sem hluta af 70 ára afmælisgjöf.  Síðan er ég að fara til Kaupmannahafnar með vinkonu minni 3 dögum eftir heimkomuna frá Englandi. Verst að við rétt missum af tónleikum með Kylie M. 

  • Er það ekki dæmigert að láta allan þennan undirbúning og ókláraðar skyldur / verkefni stressa sig upp.  Sé fram á að koma ekki gulrótarfræunum niður eða vera búin að huga almennilega að garðinum áður en ég fer.  Síðan situr tiltektin á heimilinu nánast alltaf á hakanum.   Þá er mál til komið að ég tileinki mér eigin ráð og forgangsraði og geri einfaldlega mitt besta og hafi gaman af því sem ég tek mér fyrir hendur og sé svona hæfilega kærulaus slúbert!   Wink

                       Live, laugh and love 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Bestu kvedjur til Ragnhildar og Melkorku, og Kára og Karls.

Hvar ætlid thid svo ad gista í Køben! ?

Stadir í Køben:? Strikid, Nyhøfn, kóngsins nýja og hviids vinstue, Gråbrødretorv sem er lítid torg mitt inni í bæ, med notalegum kaffihúsum. Runde tårn. Svo ef thad er heitt, getid thid tekid strætó út á íslandsbryggju og notid sólarinnar á bryggjukantinum og badad. Kaupid túristabólk um køben og skodid ádur en thid komid. Ef thid viljid sjá litlu hafmeyjuna, sem er kannski ekkert svo spennandi, getid thid líka skodad "kastellet" og langelinje, thar er alltaf lagersala á noanoa føtum (50% afsl.). Tivoli verdid thid ad heimsækja, og vera fram á kvøld. Føstudaga er alltaf einvherjir utandyratónleikar med gódum nøfnum. Bakkinn med dyrehaven gæti líka verid skemmtilegt, ef thid hefdud meiri tíma. En skodid túristabók og finnid sjálf út hvad thid viljid.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.5.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband