11.1.2009 | 21:03
Stolt systir
Vildi vekja athygli ykkar á stórvirki systur minnar hennar Ragnhildar. Hef lengi dáðst að einurð og kappsemi hennar og metnaði. Slíkur árangur næst ekki nema með blóði, svita og tárum. Hún hefur helgað líf sitt vísindunum, á lágum launum og þurft að fórna miklum tíma frá manni sínum og dóttur. Hún á miklar þakkir skyldar fyrir framlag sitt til heilbrigðismála sem ég er viss um að á eftir að taka stórt stökk framávið með uppgötvunum hennar og kollega hennar sem vinna með þær.
Óska henni þess að hún beri gæfu til að fylgja þeim eftir og öllum hinum hugmyndunum sem hún hefur en bíða betri tíma.
Valin uppgötvun ársins í tímaritinu Nature | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með hana systur þína ! Frábært hjá henni.
Kærleiksknús
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 09:47
Hún Ragnhildur er náttúrulega alveg frábær...og gaman að hún sé hreinlega vísindakona á heimsmælikvarða ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:19
Til hamingju med hana Jengu... thetta er ekkert annad en frábært hjá henni.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:59
Þakka ykkur fyrir. Það svoldið skrítið hvað fólk getur náð langt á fáum árum. Hlutirnir eru fljótir að breytast. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.. eða við skulum segja næstum allt. Það eru allavega nokkur ár síðan ég hætti að tala um "litlu systur"
Hún er allavega búin að vinna fyrir þessu, það er á hreinu Svona fæst ekki gefins. Ég veit það bara að ég hefði aldrei í lífinu getað lagt svona mikið á mig eins og hún hefur gert.. ég er of sérhlífin til þess.
Sólveig Klara Káradóttir, 12.1.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.