Sorgin

Skrif Steinu bloggvinkonu um sorgina fékk mig til að hugsa aðeins dýpra um stund. Okkur er öllum hollt að endurskoða verðmætamat okkar öðru hvoru og hugleiða um það sem er okkur dýrmætast í lífinu. Ég er einmitt svo þakklát fyrir að hafa átt yndislegar stundir út í Cambridge með systur minni, systurdóttur, pabba og sonun mínum. Það eru einmitt tímarnir sem við tengjumst fólkinu okkar dýpri böndum og njótum saman sem skipta svo miklu máli. Skítt með ferðakostnaðinn og frestun á endurnýjun á eldhúsinu! Var einnig í Köben með kærri vinkonu og það var frábært hvað við skemmtum okkur og hlógum að öllu og engu og gátum líka notið djúpra samræðna og tengsla. 

Held mikið uppá tilvitnun í Helen Keller um sorgina tekna úr bókinni Spirituality, suffering and illness eftir Lorraine M. Wright Doctor í fjölskylduhjúkrun:

"Only through experience of trial and suffering can the soul be strenghened, vision cleared, ambition inspired, and success achieved. The world is full of suffering, it is also full of overcoming it".

Dr. Wright segir svo frá sjálf í bókinni (mér finns orð hennar mjög hjálpleg og sönn):

"Suffering is significant to life. In my opinion, the law of the struggle is part of the master plan, part of the "set up". I´ll never quite understand why, but we learn so much about ourselves through our trials. I also know trials can make us into better people." ... "I belive that suffering not only allows us to grow, but draws us powerfully to our spiritual self. I have come to understand that, although suffering continues, peace can simultaneously be experienced as we explore and travel a spiritual journey to recovery."

Mér finnst það mikilvægt að meðtaka það að meðfram sorginni sé hægt að efla innri frið. Stuðningur ættingja og vina er ómetanlega hjálplegt í öllu sorgarferli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband