Tímaleysi og aftur tímaleysi

Hef ekki gefið mér tíma til að skrifa meira um utanlandsferðir mínar né setja inn myndir frá þeim. Reyndar reyndi ég áðan en þá virkaði ekki tæknin svo ég gafst upp eða öllu heldur betri helmingurinn sem skilur ekkert í því hvað mitt svæði í tölvunni fer alltaf í einhverja steik!

Hinsvegar hef ég haft í nógu að snúast og það verið skemmtilega upptekin. Farið á hestbak og reyndar datt af baki Blush, skammast mín frekar mikið þar sem hesturinn hoppaði eitthvað aðeins til þegar hundurinn þaut út úr grasinu. Félagar mínir voru á undan mér og héldu að ég væri nú loksins búin að gefa í þegar þau heyrðu Jónas minn koma á brokki og fóru sjálf hraðar yfir.  Sáu svo síðar þegar þau ætluðu að ná sambandi við knapann að hann hafði verið skilinn eftir!!! og það ekki í fyrsta skipti Devil samanber fyrri bloggfærslu.

Ég keypti mér nýjan hnakk í dag þar sem það er vita ómögulegt að eiga hnakk sem maður steypist úr svona fyrirvaralaust!

Búin að planta sumarblómunum. Unnið alla daga fyrir utan helgina eftir heimkomuna og á milli ferða. (Kláraði ekki að taka upp úr töskunum fyrr en á 5 degi).

Vorum með 5 ungmenni í gistingu yfir bíladagana (Hljómar eitthvað svo mikið en í raun vissum við ekki af þeim) Tounge

Síðan er ég mjög stolt af mér (þarf að vera stolt af einhverju, sérstaklega þegar mann verkjar í afturendann og með sært stolt) þar sem mér tókst loksins að taka ákvörðun í máli sem ég hef lengi verið að bræða með mér. Þvílíkur léttir, ég ætlaði ekki að trúa því hvað lífið varð bjartara eftir að ákvörðunin var tekin.  Það er greinilega mikill orkuþjófur að veltast fram og til baka með ákvarðanatökur.

Það sem réði úrslitum var mín innri tilfinning sem kviknaði þegar ég velti fyrir mér valmöguleikunum sem reyndar voru báðir mjög góðir en verulega ólíkir og með ólíkar raskanir á fjölskylduhögunum. Þær eru alltaf erfiðar þessar ákvarðanir sem snerta fleiri en mann sjálfan, en þá finnst mér best að treysta á tilfinningarnar því rökhugsunin platar stundum en er góð með.

Halelúja

Bíð eftir að komast í almennilegt sumarfrí, þá fyrst hef ég í nógu að snúast Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Sólveig, já það er ótrúlegt hvað manni léttir mikið þegar maður loksins getur tekið ákvarðanir sem eru manni mikilvægar. Því að á meðan eins og þú svo réttilega segir frá ber maður ansi mikið á bakinu.

Til hamingju með að vera komin með niðurstöðu í þessu mál

Kveðja

Betsý

Betsý (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 05:05

2 identicon

Rétt hjá Betsý. Erfiðast að taka ákvörðun, sérstaklega ef um mikilvæga ákvörðun sem mun snúa öllu daglega lífinu á hvolf!

En svo, verður allt svo létt þegar niðurstaðan er komin, og þá er bara að ganga að þessu eins og hverju öðru verki sem þarf að ganga í.

Þú manst kannski að það var ekki gaman að hreinsa afrann í vinnunni hjá mér. En allt svo fínt í görðunum og reitunum að verki loknu.

Mbk/SJS

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þetta er alveg rétt hjá ykkur. Ég er líka búin að vera í skýjunum síðan ég tók ákvörðun. Nú er að láta hendur standa fram fram úr ermum og undirbúa flutninga suður og fleira sem því tilheyrir. Ég er búin að fá spennandi vinnu á verkjasviði Reykjalundar og hlakkar mikið til að takast á við það verkefni þó að það sé líka sárt að kveðja Akureyri og alla þá góðu vini og samstarfsmenn sem ég hef notið í gegn um tíðina.

Takk fyrir athugasemdirnar, Ljós til ykkar

Sólveig Klara Káradóttir, 24.6.2008 kl. 12:54

4 identicon

Já, það var sárt að flytja eftir 39 ára veru fyrir norðan. Tók tíma að kynnast nýjum vinum og endurvekja gamla vináttu síðan á skólaárunum.

En Sólveig, ég gat þetta ,og veit að þú getur allt sem þú vilt!!!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband