Svona þyrftum við öll að LIFA lífinu

Yndislegt viðtal og svei mér ef þetta er ekki akkúrat málið!

Er ekki alltaf verið að benda okkur á það að lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti. Það virðist því miður þrautinni þyngra og oft virðist mér að fólk nái ekki þessari list fyrr en í óefni er komið eða það hefur lent í miklum þrautum sem hefur kennt því hvað lífið er dýrmætt og hvernig á að njóta þess til fullnustu.

Vona að mér takist þetta betur með hverjum degi sem líður og þetta viðtal við Árna var mér mikil hvatning. Kannski valdi ég að fara út í geðhjúkrun á sínum tíma til að þjálfast meira í listinni að lifa lifandi en það starf er gefandi og lærdómsríkt.  Ég læri mjög mikið af öðrum hvernig þeir takast á við lífsins þrautir og reyni að halda því til haga og vonandi miðla því til annarra sem geta nýtt sér þá þekkingu á sinni lífsgöngu. 

Vil ennfremur taka undir orð Árna um elliheimilin okkar og finnst að þeir sem stýra þeim ættu að taka orð hans sem áskorun um að gera breytingar á. Fólk missir svo mikið niður lífsþróttinn þegar það hefur ekki lengur ákveðin hlutverk. Veit að það hefur oft reynst erfitt að virkja fólk á elliheimilum þrátt fyrir góðar aðstæður og vilja en fólkið vill oft ekki breytingar og afþakkar að taka þátt.

Best er líklega að skapa þessar aðstæður, eins og Árni er að gera, fyrir fólk sem býr við góða heilsu og hjálpa því þannig til að finna sér ný hlutverk sem samræmast aldursskeiði þess og það getur þá viðhaldið þó að heilsan byrji að versna eitthvað. Þá er búið að mynda félagsleg tengsl og efla sköpunargáfuna og opna augu fólksins fyrir því að lífið heldur alltaf áfram að koma með nýja möguleika. Sjáið bara hana Freyju sem gaf út bókina Postulín. Hún er gott dæmi um einstakling sem horfir á möguleika sína og gerir það besta úr því sem lífið færir henni.

Eftir þessa færslu ætti ég sjálf að koma mér út úr fýlunni sem ég er í og leggja mig fram um að sættast við bóndann. Hver veit nema þetta sé minn síðasti dagur!

Live, laugh and love


mbl.is Uppreisn ellinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þekki þetta svo vel eins og þú gerir hérna að skrifa þig fram til einhverrar ákvörðunnar eins og það að hætta í fýlu og sættast við kallinn !

knús á þig og gaman að þú sért komin aftur !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 21:58

2 identicon

Fallegt allt saman, en samt lélegt að 3 kl. seinna er látið við mann, eins og oftast,  eins og

skratti eða sem er ekki til.

Viktor Mar Bonilla (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:06

3 identicon

Svo breyttist allt í morgun

Viktor Mar Bonilla (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Já ástin mín það er nú víst einu sinni þannig að ekki fer alltaf saman í orði eða á borði.

Hlutirnir lagast oft eftir góðan svefn... sem betur fer.

Steina það er alltaf gaman að sjá hvað þú ert dugleg að fylgjast með. Ég þyrfti sjálf að nota þessa aðferð að skrifa niður hugleiðingar oftar því hún mjög góð bæði til að fá útrás og einnig sjá hlutina skýrar, mæli með henni.

Ljós til þín

Sólveig Klara Káradóttir, 21.7.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband