Skipulaginu ábótavant á Reycup mótinu

"Skipulagið á þessu móti var bara hrunið ... þeir þola ekki allt þetta magn af fólki" sagði 13 ára sonur minn sem tók þátt í mótinu með liði sínu KA 2.

Ég verð að taka undir hans orð því hans lið fékk að kenna á skipulaginu sem setti blett á annars gott mót. 78 lið voru að keppa og þurftu sum liðin að keppa á völlum á ýmsum stöðum í Reykjavík eins Fram vellinum og Gróttu vellinum. Þetta var fjögurra daga mót og voru liðin að spila einn til tvo leiki á dag. Okkar lið voru óánægð með tímasetningu leikjanna því fyrsta daginn byrjaði fyrsti leikur kl. 9 (eftir ferðalag að norðan kvöldið áður) og næstu 3 daga byrjuðu leikirnir kl. 8. Þetta þýddi að þeir þurftu að vakna ekki seinna en 6.30 á morgnanna óháð því hvort það hafi verið sundlaugarpartý kvöldinu áður eða lokahófsball með Jónsa í svörtum fötum. Síðan höfðu þeir lítið fyrir stafni eftir einn leik að morgni.

Til að kóróna hlutina var leikjaskipulaginu breytt kl. 22.05 í gærkvöldi úr því að strákarnir ættu leik kl. 10 morguninn eftir í kl. 8 !!! Pinch og það út á Gróttu vellinum. Ætlast var til að þeir gengju niður í Laugardal (15-25 mín ganga) til að taka rútu kl. 7.20 út á gróttu. Fallist var á að sækja þá í skólann sem og lið Víkinga. Mætt var á rútu fyrir 20 manns svo bæði liðin komust ekki með í einni ferð. Mjög gáfulegt! Þetta olli töfum og mætti KA liðið ekki fyrir en kl. 8 á völlin í stað 7.30 sem er eðlilegur tími til að hægt sé að hita upp í 30 mín. Jægja ekki nóg með það heldur þurftu bæði liðin að bíða í 90 mín eftir að leik lauk eftir rútu til að ná í þá. Samt kom stór rúta með annað lið á svæðið en keyrði tóm í burtu Angry

Þetta er nú alveg með ólíkindum. Strákarnir komu upp í skóla kl. 11 og áttu þá að mæta á næsta leik kl. 11.30, sársvangir og eftir að pakka dótinu sínu saman fyrir heimferðina.

Þeir tóku þessu öllu með jafnaðargeði þar til í lokaleiknum eins og kemur fram í fyrri færslunni.

Við mæðginin skorum á stjórnendur Reycup að endurskoða skipulagið og kannski setja takmörk á fjölda þátttakenda þar sem ljóst virðist að hann hafi verið of mikill til að viðunandi sé.

Held að heillavænna sé að minnka áherslurnar á ytri flottheit og hafa grunnatriðin í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

En pirrandi, svona verdur bara ad vera í lagi. Hvernig gengur annars? Mér finnst svo langt sídan thú hefur bloggad !!! kær kvedja Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband