Yndislegi Mosfellsbær

Við hjónin erum alsæl með nýja heimilið og Mosfellsbæ. Það er yndislegt umhverfi hér og rólegt og allt í þægilegum takti. Fólkið elskulegt og hlýlegt. Áherslurnar hér eru okkur að skapi. Sem dæmi eru hér fjöldinn allur af göngu-, hjóla- og reiðleiðum, mikill gróður og fjöldi tráa. Mosfellsbæingar eru metnaðarfullir í garðumhirðu því hér er hver garðurinn öðrum flottari!

Mér finnst líka frábært að þetta er eina bæjarfélagið sem ég veit um sem hefur reiðleiðir innan bæjarins fram hjá leikvöllum og nálægt göngustígum.  Sniðugt að hafa möguleika á að allir geti verið saman í sátt og samlyndi. Akureyringar ættu að taka Mosfellsbæ til fyrirmyndar og taka upp þetta reiðleiðafyrirkomulag í stað þess að fækka reiðleiðum í hvert sinn sem nýtt hverfi skýtur upp kollinum eða önnur starfsemi þrengir að hestamönnum.

Fagmennskan á Reykjalundi er alveg til fyrirmyndar og loksins er ég að vinna á deild þar sem hjúkrunarfræðingarnir eru frumkvöðlar allir sem einn og alltaf að bæta þjónustuna enn frekar. Hér er engin stöðnun og mikill metnaður við lýði. Ég á eftir að læra heilmikið af þeim stöllum mínum sem eru að vinna vinnuna eins og mig hefur alltaf dreymt um að starfa .... og bingó, loksins komin í hópinn!  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa,og gott að búa í Mosfellsbæ,get tekið undir það.

Margret S (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Já er það ekki. Það hefur alltaf verið eitthvað við Mosfellsbæ sem hefur heillað mig frá því ég var barn.

Vona að það séu fleiri sem eru stoltir af bænum sínum og líður vel hér

Kær kveðja, Sólveig

Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gaman ad heyra ad ykkur lýst vel á ykkur. Hlakka til ad heyra meira. Fæ brádum smart-síma, svo ég get hringt á innanlandstaksta til thín (og annarra frónbúa) og thú getur hringt til mín ´´a innanbæjartaksta. Thá ætla ég ad fara ad fylgjast meira med thér, og audivtad mørgum ødrum. Gott ad heyra ad thér lýst vel á vinnuna thína. Frábært ad heyra. Hafdu thad rosalega gott, kæra vinkona. Heyrumst brádlega.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

TAkk Solla mín og sömuleiðis. Þið takið ykkur vel út á myndinni.

Kær kveðja, Sólveig Klara

Sólveig Klara Káradóttir, 1.10.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband